Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 17

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 17
Æ S K A N 109 raeð forugri löppinni og segja: »Vertu bölvuð!« En hún svarar: »Svei ykkur, óræstin, Kölski fylgi ykkur!« Eins og öll börn skilja vitanlega fyrir löngu, eru þetta jólasveinarnir 13, sem nú leggja af stað frá Grýlu til manna- bygða. Þeir eru allir eins klæddir: svartir eins og myrkrið, svo þeir sjáist ekki, allir jafnstórir og ganga í röð: SteJckjarstanr, Oiljagaur, Stúfur, Þvöru- sleikir, Pottasleilcir, Aslcasleikir, Falda- feykir, Slcyrgámur, Bjugnalcrœkir, Glugga- gcegir, Oáttaþefur, Ketkrókur, Kertasníkir. Og eiga nú önnur nöfn en þau sem Grýla kallar þá hversdags. Fyrstu dagana fara þeir hægl og gæti- lega, því þeir vilja ekki fá harðsperrur, þess vegna koma þeir ekki ofan í bygð fyr en 12 dögum fyrir jól, þó fara þeir alt af frá Grýlu fyrsta dag jólaföstunnar. Þeir eru skynsamlega klæddir, jóla- sveinarnir, þola bæði regn og frost og byl, því gegn um skinnið næðir hvorki né vöknar. Svo eru þeir vel lagaðir til gangs, lærleggjaháir, handleggjalangir, hálsstuttir, en belgmiklir og ekki stórir. Enda þurfa þeir yfir marga torfæruna að komast: upp og ofan há fjöll, yfir jökla og sprungur, ár og gjár og djúpar fannir. En þeir eru vanir orðnir vos- inu, því þessa ferð hafa þeir farið í hvert einasta ár í 1925 ár. Og allar hrinur, grenj og óhljóð, öll Ijót orð, spark og barsmíðar, alla leti og alla ó- sannsögli og yfirleitl alt Ijótt, sem börn- in kunna, hafa jólasveinarnir kent þeim. Stekkjarstaur, Oiljagaur og Stúfur kenna þeim að skrökva, segja ljólt, berja, sparka, æpa o. s. frv. Þeir kenna þeim líka letina. ÞvörusleiJcir, Pottasleikir og AsJcasleiJcir, Bjíignakrœkir og KetJcrökur kenna þeim að sleikja og taka það sem þau eiga ekki, fá þau til að kasta mat og heimta annað o. s. frv. FaldafeyJcir kennir þeim að kasta höfuðfötunum hvert af öðru, fleygja sínum eigin fötum og týna. Skyrgámur kennir þeim að borða ósiðlega með smjatti og kjamsi og hann kennir þeim líka að borða of mikið af því, sem þeim þykir golt. Oluggagcegir og Oáttaþefur kenna þeim allar grettur, langt nef, að reka út úr sér tunguna o. s. frv. Þeir kenna þeim líka alla forvitni. Seinastur gengur Kerta- sníJcir, því tel ég hann seinastan. Hann kennir börnum sníkjur allar og betl, að svíkja það, sem þau hafa lofað, að leggja Guðs nafn við hégóma o. s. frv. Það er ómögulegt að sjá jólasveinana, því þeir eru alveg eins og myrkrið, svo það þýðir ekkert að forðast þá, og hvar sem þeir ná í barn, klína þeir á það óþverra úr skjóðunum sínum. En óöara en óþverrinn er kominn á eilthvert barn, lætur það alveg eins og jólasveinn, og þá hlæja jólasveinarnir svo að það sést niður í maga á þeirn og svo fitna þeir, því þeir fitna af óþektinni í börnunum. Enginn maður getur náð burtu aftur óþverranum, sem jólasveinarnir klína, þeir sjá hann ekki einu sinni, þeir sjá bara hvernig hörnin láta. Enginn sér óþverrablettinn, nema Guð, og enginn getur hreinsað hann af börnum nema Guð og hann þvær hann lika strax burtu, ef börnin biðja hann um það og vilja vera góð. Þá sendir Guð engil til þeirra meðan þau sofa, engillinn hefir ljómandi fallegan ljósvönd í hendinni. Hann strýkur vendinum um vanga barnsins og óþverrinn fer. Og ef börnin vilja alt af biðja um það á hverjum morgni og á hverju kvöldi, þá kemur Jesp Kristur, sem fæddist á jólunum, til þeirra og leiðir þau alt af, heldur stöð- ugt í hendina á þeim, þó þau finni.það ekki, og á meðan börnin lofa Jesú Kristi að leiða sig, flýgur hópur engla all í kringum þau, svo ekkert ilt og óhreint getur nokkru sinni komist nálægt þeim. Þegar börnin vilja sjálf hætta að læra það sem ilt er og Ijótt, það sem jóla- sveinarnir kenna þeim, þá, en ekki fyr deyja jólasveinarnir úr hor og vesæld-

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.