Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 20
112
Æ S K A N
AGARNIR slytt-
ust.Þaðvar
ákveðið, að
skólabörn-
in skyldufá
að keppa á
skiðum. Og
það átti að
verðl. þau
börnin sem
fræknust
yrðu. Vetur
var í garð genginn. Aldrei höfðu skóla-
börnin verið eins áhugasöm og þau voru
nú. En þau fengu líka nýjan kennara í
haust. Rað var nú karl í krapinu. Börn-
unum þótti nóg um galsa hans. Ekki
vantaöi það, að hann kendi börnunum
ágætlega, og hann sagði svo vel sögur,
að skólabörnin höfðu aldrei heyrt því-
líkt fyr. Enda þótt gamli kennarinn
hefði sagt sögurnar vel, gerði þessi það
betur. Hann var líka úti með börnun-
um. Hann lék sér með þeim, fylgdi
þeim eftir á leiksviðinu, leiðbeindi þeim
og hvatti þau til íþrótta. Þau fengu
sannarlega að rélta úr sér, slrákar og
stelpur, Pau lærðu að verða snör í
snúningum. Þegar nýi kennarinn fram-
kvæmdi eitthvað, þá var það ‘ekkert
hálfverk. Hann gekk að því með oddi
og egg. Óg ætíð var hann svo skemtinn,
að hið hálfa var nóg. En þá tók nú
fyrst í hnúkana, þegar skíðin komu til
sögunnar. Kennarinn var skíðamaður
svo mikill, að honum var hver brekka
fær, hvert flug leikur, og hlíðarnar snið-
skar hann eins og snillingur.
Börnin horfðu undrandi á, þegar
hann lék sér á skiðum. Honum varð
nú ekki flökurt af að fljúga í loftinu.
Hann fór út með börnin, þegar gott var
veður, og lét það koma i stað kenslu.
Og þá kendi hann þeim oft á skíðum.
Hann sýndi þeim, hvernig ætti að standa
í brekkum, halda jafnvægi á flugi og
sniðskera hlíðar. Hann taldi ekki eftir
sér að vera úti með börnunum seinni-
hluta daga, þegar skólatíma var lokið.
Sæi hann börnin fara langt upp í hliðar,
þá lét hann ekki standa á sér að koma.
Þvílik skíðahlaup, sem nú áttu sér stað
meðal barna, höfðu ekki tiðkast þar í
manna minnum. Og það hittist líka
þannig á, að annað eins skíðafæri hafði
ekki komið langa lengi.
Miklir snjóar voru fram að jólum, og
ágætt skíðafæri hélzt um allar hátíðar.
Og eftir nýárið átti að keppa. Börnin
höfðu orðið þess vör, að kennarinn var
að safna verðlaunafé. Ýmsir létu mikið
af hendi rakna, og fjárupphæðin var
víst orðin töluverð.
Hann Áskell Grímsson hafði heyrt
kennarann minnast á, að verðlaunasjóð-
urinn væri orðinn afarmikill. Fólkið
var svo fúst að leggja í sjóðinn. Og
kennarinn hafði sagt, að íjálfur vildi
hann hafa verðlaunin svo rífleg, að
börnin hefðu bæði gagn og gaman af.
Hvað haldið þið honum hafi hugkvæmstl
Hann fékk sér dómnefnd. Fræknustu