Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 21

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 21
skíðamenn bygðarinnar voru í nefndinni. Þetta var nú eitthvað annað en verið hafði undanfarna vetur. Þarna var öllu fyrir komið eins og fullorðnir ættu í hlut. Fyrstu verðlaun áttu ekki að vera nein ómynd. — Og hverjir voru mun- irnir? — Drengur eigraði fram með bæjarveggn- um í Ási og virtist eitthvað vera utan við sig. Hann tók upp tréflís, sem lá fyrir fótum hans, Hann leit aftur og horfði yfir veginn, sem hann hafði farið; svo stóð hann við og gekk nokkur skref áfram. En alt í einu skauzt hann að húsabaki og gægðist inn um eldhús- gluggann. »Hvernig stendur á, að hann ívar kemur ekki út?« Pað var hann Magnús litli frá Bjargi, sem þarna var á vakki. »Reyndar get ég nú gengið inn til hans. En það er svo stutt síðan ég kom. Það getur vel verið, að hann megi ekki koma út og renna sér. Ætíð er nóg að gera. Þannig komst mamma ívars að orði um dag- inn. Svona stórir drengir eiga ekki að vera iðjulausir. í'etta er víst alveg rétt hjá henni, minsta kosti að sumu leyti. Pað var gott, að ég var búinn að höggva í eldinn. Kverið get ég Iært í kveld. En Ivar má ég til að finna, það má ekki farast fyrir. Of seint verður það á morgun, því að þá á að keppa. Petta er áríðandi erindi. Ó, gaman væri að gela kept!« Þetta sagði Magnús upphátt. »Ekki hefir húsmóðirin hérna mikla hugmynd um þetta alt. t*að er bezt að biða hérna og vita, hvort hann ívar kemur ekki út. Það líður víst ekki langt frá máltíð, þangað til hann kemur út, ef ég þekki rétt til. En hann verður að hafa matfrið, drengurinn!« Leið nú ekki á löngu, þangað til í- var kom út. Hann kom frá matborðinu. Magnús gat rétt til, að hann myndi ekki verða Iengur inni heldur en hann þyrfti. Hann kom meira að segja með kökubita í hendinni. ívar leit í kringum sig eins og hann byggist við, að einhver væri kominn, Og innan skamms kom hann auga á Magnús. Þeir fóru þegar inn í viðar- skýlið og byrjuðu að höggva. Ivar hjó viðinn karlmannlega. En hann haföi ekkert högg'íið í dag. Nú ætlaði Magnús að hjálpa honum. Magnús og ívar voru beztu vinir. Þeir voru saman, þegar þeir gátu og hjálpuðu hvor öðrum. Þeir lásu saman, unnu saman og léku sér saman. Aldrei þraut þá umræðuefni. En í dag var Magnús óvanalega þögull. Hann var samt sem áður ástúðlegur eins og vant var. En honum svelgdist á, þegar hann ætlaði að segja eitthvað. Það var eins og hann kæmi engu orði upp. En ívar lét dæluna ganga. Hann var að bolla- leggja, hvar þeir ættu að leggja snör- urnar. Það var ekki vandalaust að leggja þær. Og hvar átti fyrst að bera niöur? Mikið var um rjúpuna uppi á Ás- heiði. Þar var sjálfsagt að leggja nokk- urar snörur. En hvernig er það uppi hjá Bjargi? Magnús raknaði við sér, þegar hr . heyrði nefnt Bjarg. Rjúpur hjá Bjai jil »Ég skal segja þér það, að þar eru óleljandi rjúpur«, sagði Magnús og gekk fram með veggnum. ívar hló. »Hvað ert þú alt af að hugsa um, drengur? Tókstu ekki fyr eftir, um hvað ég var að tala?« »Ég, nei. Hvað varstu að segja? Það verður víst gott skíðafæri á morgun?« Magnús roðnaði eins og liann hefði sagt einhverja vitleysu. »Það lítur út fyrir gott færi og golt veður«, sagði ívar. »Hann er skemti- legur maður, kennarinn okkar. Og hann á að sjá um alt. Ætli það komi ekki ósköpin öll af fólki? Eg hefi heyrt, að fjöldinn allur ætlaði að koma. Sumir segja, að það verði eins margir áhorf- endur og þegar fullorðnir keppa. Ætlar þú ekki að reyna þig, Magnús?«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.