Æskan - 15.12.1925, Page 27
Æ S K A N
119
vatnsburðinn og snúningana, sem þær
borguðu á hverjum laugardegi. Já, pok-
inn var með þyngsta móti og hann átti
erfitt með að bera hann og það í þessu
vonda færi. En skyldi ekki kerling hans
verða léttbrýn, þegar hann færi að tína
upp úr pokanum þegar heim kæmi.
Hún gæti þó ekki neitað því, að það
drægi um það, sem hann kæmi með.
Annars fanst honum hún jafnan heldur
vanþakklát og gera lítið úr þessu, sem
hann dró í búið á þennan hátt. Það
hefði stundum jafnvel gengið svo langt,
kerlingar eru svona jafnan, bætti hann
við í huganum. Annars þótli Steinmóði
gamla vænt um Bryndísi sina og hafði
æfinlega þótt það. Þau voru nú búin að
vera saman nær því i 50 ár, og hann
varð að játa það, að hún var skörungur
til vinnu og vann í raun og veru fyrir
þeim báðum. Og svo var hún svo hirtin
og nærgætin við hann, að hann gat ekki
annað en dáðst að henni fyrir það. Og
falleg hafði hún verið á yngri árum,
það mundi hann, og í raun og veru væri
hún alt af falleg og sköruleg. Hann
Steinmóður gamli á heimleið.
að hún hefði bannað honum að taka
við þessum matargjöfum. En hann hafði
nú gert það samt. »Það er eins og þær
væru að kasta bita í hungraðan hund«,
hafði hún stundum sagt, og bætt svo
við, að þau gætu sjálf unnið fyrir sér og
haft nóg að bíta og brenna og væru
ekki upp á það komin að láta gefa sér.
Þær þessar frúr mættu eiga sinn mat
sjálfar. Já, og fleira hafði hún stundum
sagt og ljótara en þetta. En hann hafði
aldrei farið eftir þessu rugli í henni.
Honum fanst það vera vanþakklæti af
sér, ef hann tæki ekki á móti þvf, sem
honum væri gefið af góðum hug. Og
hann hefði stundum rekið það í kerl-
ingu sina, að það stæði í kverinu að
menn ættu að vera lítillátir eins og börn.
Það hefði hann sagt meistarinn mikli.
Ekki hefði hann verið stórlátur og þá
sæti það ekki á þeim að vera það. En
hefði ekki getað fengið betri konu. Og
ánægjubros færðist yfir hrukkótta and-
litið á Steinmóði gamla við þá hugsun.
Hann hlakkaði til að koma heim og
mega nú hvíla sig á morgun, því hann
hafði borið svo mikið vatn og eldivið í
húsin, að það mundi nægja á morgun,
enda ætlaði hann að fara í kirkju á
jóladaginn.
»Komdu sæl, góða min«, sagði Stein-
móður gamli við konu sína, þegar hann
lauk upp baðstofuhurðinni og lagði
pokann frá sér á kistu, sem stóð rétt
fyrir innan dyrnar.
»Hérna færi ég þér nokkuð til jól-
anna, kerling mín«.
»Komdu sæll. Og já, eitthvað er nú í
pokanum. Annars höfum við nóg til
jólanna, svo er guði fyrir að þakka —
þó við fáum ekki þessar ölmusugjafir
frá frúnum«, sagði Bryndís og herti sig