Æskan - 15.12.1925, Side 32
124
Æ S K A N
fyrir henni framvegis án þess að hrepp-
urinn þyrfti að kosta nokkru til hennar«.
Grímólfur stóð orðlaus af undrun.
Var Jterlingunni alvara að taka barnið
meðgjafarlaust.
»En ertu nú fær um það, Bryndís
gamla, að bæta við í Koti? Er ekki karl-
inn þinn orðinn mesti ræfill til heilsu?«
»Og það læt ég vera. Ég vona að
barnið þurfi ekki að Iíða skort hjá mér
fyrst um sinn, og við gerum ekki svo
miklar kröfur til lífsins«.
»Jæja, Bryndis. Ég veit ekki hverju
ég á að svara og reyndar þarf ég að
bera þetta undir hina hreppsnefndar-
mennina. Er ekki nóg að þú fáir að vita
það milli jóla og nýárs. Ekki ferðu
með barnið í þessu veðri hvort sem er.
Er ekki hálfgerð stórhríð?«
»Veðrið er hálfvont, en ég skal ekki
láta barninu verða kalt og mig langar
til að fá Herdísi litlu heim með mér í
kvöld«.
»Við skulum þá koma hérna inn í
stofuna og spyrja barnið, hvort það vilji
fara með þér. Ekki læt ég hana fara
nauðuga«.
»Jæja, Dísa litla«, sagði Grímólfur,
þegar hann kom inn í stofuna. »Viltu
fara með henni Bryndísi gömlu og vera
hjá henni um jólin í Kotinu hennar og
svo alt af framvegis?«
Þegar þau komu inn í stofuna, hafði
Herdís litla staðið upp þegar hún þekti
Bryndísi, og þegar hún heyrði spurningu
Grímólfs, færðist gleðibros yfir litla sorg-
bitna andlitið og hún hljóp með út-
breiddar hendurnar upp í fangið á
Bryndísi gömlu, þó hún væri öll snjóug.
Bryndís greip Herdísi litlu í faðm sér
og þrýsti henni að hjarta sér.
»Jæja, Bryndís. Mér sýnist barnið
vilja fara með þér, og dótið hennar skal
ég senda næstu daga heim til þín. Þú
hefir nóg að bera hana sjálfa í þessu
veðri«.
Bryndís kvaddi og fór.
Þegar Bryndís kom fram í anddyrið,
klæddi hún sig úr kápuræflinum, sem
hún var í utan yfir, og vafði henni vand-
lega utan um Herdísi, svo henni yrði
ekki kalt, og hljóp svo með bana út í
hríðina.
Veðrið var hið sama. Dimmviðris-
hríð, en reif í loft á stöku stað. Og í
norðri tindruðu nokkrar stjörnur í skýja-
rofi og sendu geisla sína niður til Bryn-
disar gömlu, þar sem hún kafaði snjó-
inn á móti hríðinni með munaðarleys-
ingjann í faðminum.
Hann kom, — ekki’ í pellskrúði og
purpuraljóma,
með prúðbúið riddaralið, —
hann lét ekki’ á undan sér herbumbur
liljóma,
svo heimurinn riðaði við.
Hann bar hvorki skjöld né skjóma, —
hann lék sér sem barn milli blóma,
hann, julltrúinn kœrleikans,
jriðarins boðberinn góði,
liin jegursla liugsjón
i ísraels-skáldanna Ijóði.
Hann, Ijósgjafum aldanna,
íklœddur lioldi og blóði!
(Guöm. Guðmundsson: uFrlður á jörðu«.)