Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 34
126
Æ S K A N
»Rut litla kom til mín og sagði að þú
bæðir mig að koma og vaka yfir börn-
unum með þér. Og af því að þú hefir ekki
unnið svo lengi, þá grunaði mig að litið
væri til í kotinu. Eru þau ákaflega veik?«
»Ég býst við dauða þeirra þá og þegar«,
sagði Sara grátandi. »Hörð er refsihönd
guðs, að svifta mig fyrst manninum og
ætla svo að taka frá mér börnin mín«.
»Öllu er ég svift«, sagði Lea. »En
gráttu ekki, Sara mín, guð er almáttugur,
eilífur og góður, og ekki er víst nema
hann sýni þér miskunn sína og gefi börn-
unum heilsuna aftur«.
»Hrædd er ég við reiði hans«, sagði
Sara með ekka.
»Gráttu ekki«, sagði Lea aftur. »Nú
er svo mikill glaumur og gleði í borg-
inni og þá á enginn að gráta þegar aðrir
eru glaðir. Heródes konungur er að taka
manntal og alt er fult af gestum. Ég hef
séð svo marga fara heim að gistihúsinu;
en gestgjafinu hefir víst ekki hýst nema
þá ríkustu, sem gátu borgað vel fyrir sig,
því margir sueru þaðan aftur. Sérstaklega
tók ég eftir einum hjónum, sem sneru
þaðan. Konan var ríðandi á ösnu, en
maðurinn gangandi og þau voru mjög
þreytuleg, mér sýndist konan naumast
geta setið á baki«.
»Varla hafa þau verið mjög glöð«,
sagði Sára, »en hvar ætli þau hafi fengið
náttstað?«
»Eg sá að þau héldu áleiðis að fjárhúsi,
sem stendur utan við borgina. Pau hafa
líklega látið fyrirberast þar«.
»Mamma, mamma! Hvaða birta er
þetta?«
Pær litu við og störðu sem steini
lostnar á börnin; þau voru risin upp
og litu út eins og þau hefðu aldrei verið
veik. Og það var bjart í herberginu sem
um hádag.
»Mamma, hvaða söngur er þetta?«
spurðu þau. »Okkur batnaði þegar birt-
an kom og við heyrðum sönginn. Lof-
aðu okkur aö fara á fætur og koma út«.
Pær störðu út um gluggann. Á aust-
urhimninum skein stór stjarna, sem bar
skæran Ijón ' t*að var sem himin og
jörð væru eitt ljóshaf, en þó var birtan
mest hjá fjárhúsinu.
»Við skulum öll fara þangað«, sagði
Elí. »HjáIpið þið okkur í fötin, við
verðum að flýta okkur«.
Þær hjálpuðu þeim í fötin og svo
héldu þau af stað út að fjárhúsinu.
Sara bar Rakel, en Lea leiddi Elí.
Englasöngur kvað við í loftinu og þeim
fanst sem þau heyra orðin: »1 dag er
yður frelsari fæddur, sem er drottinn
Kristur í borg Davíðs«. Þær féllu á kné
af lotningu, en stóðu fljótt upp aftur og
flýttu sér að fjárhúsinu. Birta ljómaði
frá dyrum þess og það var alt í einu
ljóshafi. Þær þoröu varla að líta inn;
en svo hertu þær upp hugann og gengu
inn. í jötunni sat kona með engilfagurt
barn í fanginu og stóðu geislar af aug-
um þess. Maðurinn sat þar skamt frá og
horfði ánægjulega á barnið og móðurina.
Konurnar og börnin féllu ósjálfrátt á kné
frammi fyrir barninu og móður þess.
»Er þetta hjálpræðið, sem guð hefir
fyrirbúið þjóð sinni ísrael?« spurði Sara.
»Rétt segir þú«, svaraði konan. »En
hann mun ekki einungis hjálpa henni,
heldur og öllum heiminum«.
»Guðdómlegur er kraftur sá, er fylgir
þvi«, sagði Sara. »Börnin mín hafa lengi
verið veik og ég hélt að þau mundu
deyja. En alt í einu fóru þau að tala
um birtuna og sönginn, báðu um fötin
sín og vildu fara hingað«.
»í*eim hefir batnað á augnablikinu,
sem Jesú fæddist«, sagði móðir hans.
»Hann mun lækna sjúka og lífga dauða«.
Sara leit á Jesú-barnið og svo á börn-
in sín. »Guð blessi þig, himneska vera«,
sagði hún. »Börnin mín, kyssið þið á
hönd þess og þakkið því heilsuna«.
Börnin lutu niður og kystu á litlu
hendina, og sama gerðu konurnar. Svo
héldu þau út aftur. Stjarnan skein á
fjárhúsið og englarnir sungu barninu lof.
»Guði sé lof og dýrð, að hann hefir
sent ’ ísrael hjálpræði sitt og lækni«,
sagði Lea.
»Já, satt sagðir þú áðan, Lea mín, að
hann myndi lækna börnin mín, honum
er ekkert ómáttugt«.
»Við þurfum nú ekki að vaka í nótt«,
sagði Lea. »En mér finst ég ekki geta
slitið mig frá að horfa á dýrð nætur-
innar og hlusta á englasönginn«.
»Við skulum lofa almætti guðs«, sagði
Sara. »Hann hefir látið það fram koma,
er spámennirnir hafa fyrir sagt«.
Og þær féllu á kné.
Útgetandi: Signrjén Jónsson.
Prentamiðjan Gutenberg.