Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 4

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 4
96 ÆSK AN 1 I 11 Jólagesturinn hans Ola litla. Eftir Ninu Moe-Leganger. Jólasaga með mgndum. A Ð U R nokkur, með þungan bakpoka, kom gangandi út úr skóg- inum. Hann nam þá staðar og horfði i kringum sig, eins og hann væri ókunnug- ur á 'þeim slóðum. „Gott kvöld!“ heyrði hann sagt fyrir aftan sig og við það brá honnm svo, að hann hröltk við og bakpok- inn rann niður af annari öxlinni á hon- um. Hann hafði ekki veitt þvi eftirtelct, að hann var kominn á lagðan veg og að lítill drengur, með rauða topphúfu, sat á sleða við vegarbrúnina. Svo var að sjá eins og bros færðist yfir andlit mannsins. „Ég varð hálfhræddur, því ég hélt að þú værir jólasveinn“. „Það var eðlilegt að þú héldir það, þvi nú er aðfangadagur jóla“, svaraði drengurinn hlæjandi, svo að skein í mjallhvítar tennurnar milli rauðra varanna. „Komdu og settu þig hérna á sleðann hjá mér. Ertu ekki orðinn þreyttur?" „Ég hefi gengið langa leið“, svaraði maðurinn um leið og hann seltist á sleðann hjá drengnum og fleygði polta sínum í snjóinn. Pokinn virtist vera mjög þungur, þvi hann sökk djúpt nið- ur í snjóinn. „Hvert ert þú að fara?“ spurði dreng- urinn. „Langtum lengra en hingað“. „Þú varst heppinn að koma hérna megin út úr skóginum, því hinum megin eru engir manna-bústaðir“. „Já, ég veit það“, svaraði maðurinn. „t hvaða erindum ert þú?“ spurði drengurinn aftur, en komumaöur var auðsjáanlega ófús á að svara spurn- ingum hans. Litlu seinna fór komu- maður að spyrja drenginn spjörunum úr um nafn, heimili, ætterni o. s. frv. „Hvað ég heiti og hvar ég á heima?“ tók drengurinn upp eftir honum hlæj- andi. „Ég heiti Óli Sluderud og kem frá henni Birtu gömlu Tippen, sem kölluð ,er. Ég fór með svolítið handa henni til jólanna frá henni mömmu minni. Kof- inn hennar stendur austur við kjarrið þarna, sern þú komst frá“. „Er það þarna uppi við hamrana?"

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.