Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 15

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 15
ÆSKAN' 107 og -því síður að hann kæmi frain til óláns fyrir hana. Hann varð upphafið að hamingju hennar og har ávöxt án þess að hún vissi af því. Aldrei gat hún gleymt bæn fölu kon- unnar: „Hyldu inig! hyldu inig!“ -— „Hvernig getur það orðið?“ hugsaði hún. Jú, hana dreymdi nýjan draum, sem lauk upp á henni augunum. — Svona dreymir börn oft og tíðum hið rétta. Hana dreymdi, að það væri um vor- ið einn morgun. Faðir hennar geklc út á túnið til að líta eftir vinnumönnun- um, sein voru að slétta. Hvert árið var sléttað dálítið stykki, grjótið borið burt, holurnar fyltar með mold og siðan þakið yfir með torfi. Næsta ár var alt gróið. „Viltu koma með, góða?“ sagði Grím- ur til dóttur sinnar og þau fóru út á völlinn. Eimnitt þegar hún kom, voru þeir að hisa við afarstóra jarðfasta hellu og gátu með engu móti náð henni upp. „Látum hana liggja, piltar“. sagði Grímur. „Það gerir ekkert til. Fyl 1 i Ö með mold í kring og þekið síðan með torfi“, sagði hann; „að ári um þetta leyti bala“. verður það orðið að grænum Nú rankaði Helga við sér. „Svona skal ég hylja dysina fyrir allra aug- um“, sagði hún. Með frábærri iðni og þolgæði tók nú Helga litla til starfa. Ótal sinnum var hún við dysina, ótal sinnum bar hún mold í litlu svuntunni sinni og kastaði á hrúguna; ótal sinnum hvarf það nið- ur á milli steinanna, aldrei sýndist henni glufurnar og holurnar ætla að fyllast. Margir dagar, mánuðir og jafnvel ár Iiðu áður en dysin varð að grænum hól. Helga litla var átta ára þegar hún byrjaði, en nú var hún orð- in fullorðin stúlka. Eftir veturinn kom sumarið og blómgaði hólinn liennar. Alt al' miðaði honum áfram á hverju ári, þangað til loksins að eitt sumar kom og þá var Grímsbakkadysin orð- in að fögrum grasivöxnum hól. Allir voru hissa á þessu starfi Helgu og enginn vissi því hún gerði þetta. Heimafólkið bar ósjálfrátt einhverja lotningu fyrir þessu starfi og bölvunin, sem bjó áður yfir þessum stað, hvarf smátt og smátt í burtu í augum þeirra, af því að saklaust barn gerði sér far uin að afnema hana. Ferðamennirnir úr hinum sveitunum urðu öldungis forviða. Hvað var orðið af Grímsbakka- dysinni? Þeir urðu sjálfsagt að vera komnir fram hjá henni. Nei! það gat ekki verið, „og grasið sem hérna er!“ sögðu þeir, „hér var þó ekki stingandi strá fyrir nokkrum árum síðan“. Bezti áfangastaður var í kringum hólinn. Það var ekki einungis dysin, sem lók stakkaskiftum á þessum tíma. Það var líka Helga sjálf. Hiin tók andlegum og líkainlegum þroska, og honum fögr-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.