Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 10

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 10
102 ÆSK AN kasta barnatrú sinni og svaraði því djarflega og með tindrandi augum: „Ég þekki biblíuna mina vel og veit hvað er sannleikur og hvað er ósann- indi. Trú minni kasta ég ekki; þá af- sala ég mér heldur allri frægð og heiðri heimsins“. Að svo mæltu leit hann í kringum sig í salnum og kinkaði angr- aður kolli til Scarlatti vinar síns og ætl- aði svo að draga sig i hlé, en kardin- álinn aftraði honum og mælti: „Þannig megið þér ekki skilja við vini yðar. Höldum hver sinni trú og virðum hver annars sannfæringu. Svo skulum vér bjóða Hándel velkominn til lands vors og í vorn hóp, slíkan hljóm- listarsnilling af Guðs náð sem hann er“. V. Frá þeim degi gaf Hándel sig allan við hljómlistinni, sem hann unni svo mjög. Hann samdi nú hvert tónsmíðið öðru fegra og tilkomumeira og varð elskað og mikilsmetið tónskáld bæði í ættlandi sinu og utan þess. Hann var kærkominn gestur og ómissandi stjórn- ari við konungshirðina. Og stórkost- lega viðurkenningu hlaut hann hjá hinum mikla tilheyrendaskara, er safn- aðist um hann, þegar hann sjálfur stýrði hljómsveitinni, sem fór með „Oratoríur“ hans („Oratoriurnar“ eru tónsmíðar, sem samdar eru fyrir ein- söngva, kórsöngva og hljóðfærasveitir iit af sögum úr biblíunni eða kristilegum helgisögum). Hándel varð fyrir því mikla böli að verða blindur, en samt spilaði hann og samdi tónsmíðar eftir það, en varð að láta skrifa nóturnar fyrir sig. Hinn 14. april 1759 andaðist hinn mikli tónsnillingur og hlaut hinzta legstað í Westminsterklaustrinu í Lon- don, við hlið margra hinna mætustu sona Englands. Fögur myndastytta hefir honum ver- ið reist þar, er sýnir hið fríða og höfð- inglega andlit hans með hinum milda og göfugmannlega svip. En hann hefir þó sjálfur reist sér miklu fegra og var- anlegra minnismerki i verlcum sínum, því enn þann dag í dag — 167 árum eftir dauða hans — eru óratoríur hans þektar um allan hinn nientaða heim, sem óviðjafnanleg snildarverk. tlIIIIIIIIIIIIIIÍ Illllllí Grímsbakkadysin. Saga eftir Karl Anderscn. Með myndum eftir Otto Bache. Guðm. Þorláksson íslenzkaði. RÝÐISFAGURT mátti heita á bæ einum á íslandi, einkum þegar sólin slcein. Bær þessi lá undir fjalli einu, og var skamt til fjöru; viða gnæfðu þar allháar kletta- borgir upp í loflið, en mest prýði var þó að túninu algrænu utan í fjalls- hlíðinni. Þegar þessi saga gerðist, bjó þar maður, sem Grímur hét og var Grímsson; hafði Grímur hinn eldri fyrstur manna sett nýbýli og lcomið til túni á þessum eyðistað, og var þá bær- inn, svo sem lög gera ráð fyrir, kallað- ur Grímsbakki. Þeir Grimarnir höfðu

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.