Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 6
98 Æ S K A N augum mannsins, þegar hann kom inn í litlu stofuna; vingjarnleg andlit i kringum hátíðlega búið borð, þó einfalt og óbrotið væri. Amma gamla annaðist stjórnina þar, þó hún væri bogin í baki af gigt og lúa. Húsfreyja hal'ði nóg að gera sjálf að annast börnin. Sveitafólk er oft forvitið og spurult, eins og kunnugt er, en gamla konan þarna sá af hyggjuviti sinu, að ráð- legast væri að láta þenna gest í friði, ekki sízt eftir að Óli sagði henni hvað við hafði borið hjá Birtu gömlu Tippen. Sannur jólafriður hvíldi yfir þessu jólakvöldi á þessu heimili, og Guð hafði áreiðanlega sent þeim þenna gest í ákveðnum tilgangi. Jólasálmarnir voru sungnir. Barnsaugun ljómuðu af gleði og horfðu ýmist á tólgarljósin þrjú, sem stóðu á borðinu, skreytt með grenigreinum, eða á gæsakökuna og smjörkökuna. Óli litli sendi hinum ókunna vini sínum þýðingarmikið augnatillit, er hann skar á gæsakökunni sinni og drap gætilega á hana smjörinu. Þegar hátíðahaldinu var lokið uin kvöldið, var gestinum vísað til herberg- is uppi á loftinu og í'engið hlýtt og vel búið rúm til að sofa í. Þegar hann var lagstur út af, féll ósýnilegur jólaengill á kné við rúmið hans og hvíslaði dá- samlegum orðum i eyra hans. Stjörnurnar tindruðu á dimmurn næturhimninum. Refurinn læddist úr greni sínu og hélt til bygða og snuðr- aði í kringum bæjarveggina þangað til hann rak trýnið í poka ókunna manns- ins. Þá tók hann að krafsa í hann og naga á milli ólanna þangað til hann fann eitthvað að lokum, sem hann hljóp í hurtu með. En um leið valt einhver gljáfagur gripur út úr pokan- urn og lá þar hjá í snjónum. Skömmu seinna opnuðust bæjardyrnar með hægð og ÓIi litli læddist á tórnri skyrtunni að pokanum, stakk einhverju ofan í hann og flýtti sér síðan inn í hlýju haðstofuna aftur. Þegar arnrna gamla fór að sópa snjó- inn fyrir framan bæjardyrnar morg- unin eftir, þá fann hún spegilfagra silfurskeið í snjónum. Hún tók hana upp og stakk henni í barm sinn án þess að nokkur vissi urn fund hennar. Hún kærði sig ekki um að aðrir fengju grun um, hverskonar næturgest þau höfðu hýst á sjálfa jólanóttina. En sjálf hafði hún sínar ágizkanir og grun. Hún afhenti síðar sóknarprestinum fund sinn og reyndist skeiðin að vera eign sýsluskrifarans og hafði verið framið innbrot hjá honum þegar jóla- annríkið var sem mest. En nú var ó- kunni inaðurinn farinn veginn sinn og enginn vissi, hvert hann hafði farið. Mörgum árum eftir þenna alburð barst sóknarprestinum stórt peninga- bréf frá björgunarfélagi einu í New York með mörg hundruð krónur í. Bréfið sagði frá manni nokkrum, sem Guð hafði að lokurn fundið á dásam- legan hátt. Hann hafði framið margs- konar ódáðaverk í ættlandi sínu, Nor- cgi, en seinna hafði hann auðgast svo mikið við heiðarlega vinnu í Banda-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.