Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 7

Æskan - 15.12.1927, Blaðsíða 7
Æ S IÍ A N 99 rikjunum, að liann gat ferðast heim til Noregs aftur. Ætlaði hann að gefa sig á vald réttvísinnar, er heim kæmi, og þola réttmæta refsingu fyrir afhrot sín. En glataði sonurinn var kallaður heim til föðurhúsanna á himnum áður en þetta kæmist í framkvæmd. Hann hafði skýrt svo frá, að orsökin til þess, að hann líreytti lífi sínu til hins betra, hefði verið jólanælurgisting sín á Sluderud, en einkum þó hin barnslega ástúð Óla litla. Öll þau ár, sem liðin voru frá þeim tíma, hafði hann geymt harða brauðskorpu í fórum sínum — síðustu leifarnar af gæsakökunni, sem drengurinn hafði stungið niður í pok- ann hans um nóttina. Hann lagði svo fyrir, að peningun- uin, sem í bréfinu voru, skyldi verja til þess að kaupa Sluderuds jörðina handa Óla, ef þess væri kostur, og einn iieningaseðill lá þar með, sem átti að afhenda Birtu gömlu, með innilegu þakklæti fyrir fyrirbænir hennar fyrir honum. En hún hafði nú hvílt í gröf sinni í mórg ár. — En þó hefir henni eflaust verið kunnugt um, að bænir hennar fyrir honum þetta umgétna jólakvöld voru heyrðar og færðu hon- um eilífa blessun. ^£^1^ þú lesið námsgreinarnar þínar rækilega, Georg Fried- — —' rich?“ sagði líflæknir liertog- ans af Sachsen-Weiszenfeld einu sinni við yngsta son sinn, er sat niðursokk- inn yfir stílabókinni sinni. „Já, það hefi ég gert, pabbi“, svar- aði drengurinn, „en ég ætla nú samt að lesa þær betur yfir, því þú veizt, að mig langar til að verða dugandi drengur“. „Það er ágætt, drengur minn, þú getur þá vonandi orðið duglegur og mikilsvirtur læknir með tímanum“, sagði faðir hans vingjarnlega. „En viltu ekki lofa mér að íá ofur- litla tilsögn í hljóðfæraslætti, pabbi? Ég skal samt —“. Lengra komst hann ekki, því faðir ha.ns leit reiðilega til hans og sagði allbyrstur: „Þegiðu, drengur! Nefndu þessa vit- leysu ekki á nafn framar. Ég hefi sagt það í eitt skifti fyrir öll, að ég vil ekki eiga þann son, sem sýknt og heil- agt situr og glamrar á hljóðfæri; þú átt að vinna eins og önnur börn — og þar með er því máli lokið. Heldurðu að mig langi kannske til að sjá barnið mitt rápa um götur og gatnamót og draga fram lífið eins og auðvirðilegur götuspilari. Nei, það kæri ég mig ekkert um“. Aumingja Georg Friedrich litli lædd- ist sneyptur burtu og inn í herbergi sitt. Þar hélt hann kyrru fyrir, þang- að til hann hélt að allir væru háttaðir í húsinu. Þá læddist hann á náttklæð- unum einum upp stigann og upp á loft, inn í litla geymslukompu, sem þar var. Þar stóð gamalt hljóðfærisskrifli, sem hann settist við og tók að leika á það. Honum þótti vænt um þetta gamla hljóðfæri, og rnarga nóttina sat hann niðursokkinn við það, óumræði- lega sæll og ánægður, meðan foreldrar hans og systkini sváfu værum svefni. í þettá skifti urðu þau vör við ferða- lag hans og komu að lionum óvörum, þar sem hann sat við hljóðfærið á nær- klæðunum, og ætluðu varla að trúa sínum eigin augum.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.