Kyndill - 01.12.1932, Side 46

Kyndill - 01.12.1932, Side 46
Kyndill Við eldana Rcuiði fáninn ámælir Kyndli fyrir að birta kvæði Ingivalds Nikulássonar, „Seinna koma sumir dagar“, og finnur því meðal annars það til foráttu, að pað sé „alþýðlega kveðið". Já; kvæðið er alþýðlega kveðið, og teljum vér það mesta kost þess, að það speglar hugsunarhátt, sem er allalgengur meðal roskinna verkamanna núlifandi, og hefir að því leyti menningarsögulegt gildi. Til að herða aðfinnslur sínar, vitna „kommúnistar" í Porstein Erlingsson, svo sem til að sýna að öðruvísi hafi hann nú ort. En ekki væri það líkt Þorsteini, að hallmæla lærisveinum sínum, þeim er hann fyndi að vildu vel, fyrir það eitt, að þeir væru ekki sömu snillingar og hann, meistarinn sjálfur. Alltaf að fam fram! Rauði fáninn segir nýlega, að Árni Ágústsson hafi fundið kristna kirkju upp (R. f. IV. árg., 9. tbl„ 6. bls., 3. dálki). Þetta er ekki rétt. Kristin kirkja er miklu eldri en Árni. Jafnframt kallar blaðið kirkjuna og Kristján X. Danakonung hliðstæð tæki. Kyndli er ekki kunnugt um að Kristján hafi haft djúptæk áhrif á menn- ingarlíf og hugsunarhátt margra milljóna manna, en það er víst satt, fyrst Rauði fáninn segir það. Ekki hefir Kyndill heldur orðið var við vald hans yfir sálum íslenzkra manna, en það mun samt vera til, úr því „kommúnistar" segja það. Hvar skyldi Rauði fáninn annars láta staðar numið á fram- farabrautinni? Sveimi Stwluson lætur þess getið, að í næsta hefti Kynd- iis muni hann ef til vili rétta „kommúnistum" einn á hann, út af ósæmilegu hugarfari þeirra, sem birtist í ritsmíðum í Rauða fánanum. Kyndill, Utanáskrift hans um allt, sem viðkemur ritstjórn eða afgrciðslu, er: Kyndill, Pósthólf 7, Hafnarfirði. 0 .188

x

Kyndill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.