Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 11
Nazisminn og forráðamennimir.
Kyndill
miðum og knýja þau, í framkvæmd, gera ab engu göm-
ul forréttindi og skapa önnur ný, eða skapa mannréttindi
nýrrar tegundar eins og gert var í byltingunn'i, í Rúss-
landi. Gagnbylting er i því fólgin, að fylgjendur hins
gamla skipulags, njótendur hinna fyrri forréttinda og
samþykkjendur hins afnumda réttargrundvallar, sprengja
fylkingar byltingamannanna og kippa öllu í sama horfið-
Atburðirnir, sem gerst hafa í Þýzkalandi undanfarna
mánuði, eru til að sjá samkvæmt áður sögðu bylting,.
— afnám ríkjandi skipulags með öllum einkennum slíkr-
ar gerbreytingar á félagslegum högum. Sá flokkur,
manna, sem þetta hefir gert, eru nazistar, eins og þeirr
eru tíðast kallaðir hér. National Socialistische Arbeiterr
Partei Deutschlands. — En þó er hér með ekki nema
hálfsögð sagan. Bylting getur verið skyndilegt átak for-
réttindastéttarinnar til þess að stöðva félagslega þróun,
afnema þau félagsform, mannréttindi, þá dreyfingu op-
inberra byrða, sem iðnþróunin hefir skapað, steypa yf-
irtök hinnar fámennu arðsugustéttar í órjúfandi skipu-
lagsform, sem varðveitt er með blóðugu ofbcld,i í skjóli
nýsaminna laga. Þegar svo stendur á verður gagnbylt-
ingin framlæg, það er, hún verður fólginf í aðhæfingu
(anpassung), samræmingu skipulagsins við framleiðslu-
hætti og lífsmöguleika fólksins. Sé byltingin aftur á
móti fólgin í þeðisgengnu átaki þeirra, sem eru að verða
úti á jöðrum hins rangláta skipulags í réttleysi og áþján
til þess að aðhæfa, samræma skipulagið við lífsmögu-
leika fólksins, framleiðsluhætti, — með öðrum orðum
framlæg, þá verður gagnbyltingin fólgin í viðnámi.
5