Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 13

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 13
Nazisminn og forráðamennirnir Kyndill anna land sparifjáreigendanna. En hins vegar hefir það getað orðið að stórkostlegu vopni í höndum nazistanna þýzku, að benda á þetta land og þenna friðarsamning sem upphaf allra ófara. Ekki sízt af því, að það gaf óvenjulega góða vígstöðu gagnvart jafnaðarmönnum og þeim, sem með völd fóru hin fyrstu ár eftir ófriðinn. Þeir urðu að semja — á máli nazistanna að svíkja, en semja um þann frið, sem þjóðinni var þá lifsnauðsyn. Annars er bezt að taka það fram strax, að það er ekkert nýtt, engin hugsun, engin áætlun, ekkert úrræði í stefnuskrá nazistanna þýzku. Hvernig í dauðans ósköpunum hafa þeir þá náð völdum? munu menn spyrja. Er fólkið gengið af göflunum? Þetta þarf að taka sérstaklega vandlega fram vegna þeirra fákænu manna utan Þýzkalands, sem þykjast sjá í stundarsigri nazista einhverjar úrlausnir við þeim meinum, er þá sjálfa þjaka, t. d. vegna islenzkra verkamanna o g bænda, sem teknir eru að heyra boðskap hinna nýju •.,þjóðernissinna“. Og hér er þessa að þvi skapi meiri þörf en víða annars staðar, að eigendur lands og húsa, lúxusíbúða, fjár og framleiðslutækja hér á landi lifa yfir höfuð mjög á alþjóðlega og óþjóðlega vísu, en verkamenn og fátækir smábændur lifa á þjóðlegan hátt við kulda, sult og seyru. En því miður virðast stund- um engir hér á landi næmari fyrir þjóðernis- og ætt- jarðar-kjaftæði þjóðernislausra arðsugu-oflátunga en einmitt alþýðan. Þeim mönnum í alþýðustétt hér á landi, sem ekki hefir gefist kostur þess að átta sig á sögunni, skal það 7

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.