Kyndill - 01.03.1933, Page 14

Kyndill - 01.03.1933, Page 14
Kyndill Nazisminn og forráðamennimir hér með sagt, að brjálæðiskendur þjóðernishávaði er vanur að koma á eftir hernaðarlegum óförum einhverrar þjóðar svona hér um bil 10—15 árum eftir ófarirnar. Hann kemur venjulega eins og faraldur þegar börn striðstímans hafa náð 20—30 ára aldri, og þegar peir, sem lifað hafa ógnir ófriðarins, eru orðnir rosknir og lánir á að segja frá reynslu sinni, og er ekki lengur trú- að. Franski fræðimaðurinn L. B. Namier varð fyrstur til að benda á þetta lögmál. Og þetta kemur svo að segja undantekningarlaust, hvernig sem friðurinn hefir verið. Eftir Na'poleons-styrjaldirnar voru landamæri Frakklands 1815 gerð því sem næst eins og þau urðu eftir ófriðinn 1919. Pá ætlaði alt vitlaust að verða í Frakklandi yfir þessari smán og ranglæti. Eftir ófarir Frakka 1870—71 fyrir Þjóðverjum reis upp Boulanger- hreyfingin og æddi eins og eldur* í sinu um Frakkland á árunum 1885—89. Hreyfingin varð að aðhlátri. Bou- langer, hinn þjóðlega frelsara, brast bæði vit og áræði til stórræðanna þegar á átti að herða. Mögnuð og hálf- hysterisk og vitlaus þjóðernisstefna hefir alt af fylgt óförum borgaranna. Nú hefir þetta verið rekiði í Pýzka- landi sem æðisgengin árás peningavaldsins á hendur alþýðu landsins, samtökum verkamanna og sjálfsbjarg- arviðleitni. Saga nazistabyltingarinnar sannar þetta greinilega. Hún er ekki þjóðernisbylting gegn erlendri yfirdrottnara. Slík orð eru ekkert annað en leiktjöld um lýðskrumið. Nazistar biðu þangað til síðasti hermaðurinn var farinn úr Ruhr. Er þetta bylting þeirra, sem neitað er um borgaraleg réttindi? Nei — þrátt fyrir allt sitt 8

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.