Kyndill - 01.03.1933, Side 15

Kyndill - 01.03.1933, Side 15
Nazisminn og forráðamennirnir Kyndill háværa tal um fyrirlitningu á þingræði og afnám þess, hafa nazistar notað þingræðið út í yztu æsar til þess að efla flokk sinn. Þeir gera byltinguna á grundvelli svokallaðs kosningasigurs. Þegar að stjórn ríkisins hefir verið afhent nazistum á lögformlegan hátt, þá lýsa þeir yfir byltingu. Það, sem sérkennir þessa byltingu meðal allra í ísögunni, er það, að stjórnskipulega skipuð stjórn gerir lögleysur og ofbeldi að meginvopni sínu. Og ofbeldið er það eina, sem hún á sameiginlegt við aðrar byltingar. Annars hafa byltingar yfir höfuð risið af mannúðar- og réttlætis-hugsjónum, af stórum fyrir- ætlunum um stofnun betra skipulags — hér er hún hið andhverfa, bakstigula átak. Þýzku byltingamennina hefir ekki dreymt neina drauma, þeir hafa ekki skapað neina framtíðarlausn, ekki séð eitt einasta úrræði. Þeir hafa Þegið alt að láni, sem einkennir þá. Stakka sína og kveðj- ur frá ítölum, fjögra ára ætlunin þeirra um endurreisn er ekki annað en skilningslaust eftirát og bergmál frá Rússlandi. „Nafn Hitlers eitt er nóg fjárhagsáætlun" er eitt af spekiorðum nazistanna. Það sýndi sig þegar alaþjóðabankinn fékk orðsendingu um það á dögunum uð Þýzkaland gæti ekki borgað samkv. skuldbindingum sinum, að þeim þótti nafn Hitlers eitt nokkuð létt i kassanum. Og fyrir nokkrum vikum fékk Englandsbanki sams konar tilkynningu. Það reynist erfiðara og erfiðara að ná fé til þess að yfirfæra. Sendið fulltrúa enskra verðbréfaeigenda á fund meö oss 25. maí til þess að hefja umræður um málið. Ég er hræddur um að Mon- ^ague Norman og aðrir fjármálamenn verði langeygðir, 9>

x

Kyndill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.