Kyndill - 01.03.1933, Page 16

Kyndill - 01.03.1933, Page 16
Kyndill Nazisminn og forráðamenninnir ef þeir fá ekkert nema nafn Hitlers eitt, þó að mikill Ijómi standi af því. 1 höndum Hitlers er Þýzkaland að sjálfs sín sögn þegar komið' í þá úlfakreppu að geta ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar, en gerir þó háværastar kröfur allra landa um nauðsyn gífurlegs vígbúnaðar. Engir nema pólitískir óvitar láta sér til hugar koma, að unt sé að fylgja fram slíkri stjórnar- stefnu. Og á forráðamenn þjóðbankans enska mun gaspur nazistanna um vansæmd vígbúnaðarleysisins og komandi hervald og vegsemd föðurlandsins ekki hafa meiri áhrif en þó að titlingur tísti uti í móa. Hitler á í þeirri vök að verjast, að hann verður að fullnægja kröfum fjárvaldsins með því að halda alþýðu Þýzka- lands í helgreipum. Honum verða ekki leyfðar neinar þær aðgerðir, sem geri hann líklegan til þess að geta skotið sér þar undan. Þá verður vald hans brotið niður utan frá. Hins vegar gengur þýzka peningavaldið hart að innan frá. Hann getur látið gefa atvinnuleysingjum mat á afmælinu sínu, en hann á ekki afmæli nema einu sinni á ári. Ef Hitler ætlaði að vinna það til þess að halda völdum sínum, að uppfylla einhvern hluta þeirra stefnuskráratriða sinna, sem tekin eru frá jafn- aðarmönnum, mundi veldi hans verða brotið niður inn- an frá þrátt fyrir öll valdatækin, sem hann hefir í höndum. Hann verður að ganga sína beinu braut hins fullkomna fjandskapar við verkalýðinn, gera eigur hans, sjóði, samvinnufélög, blöð, banka, sparisjóði, upp- tæk, og láta ógnarvald barsmíðanna og misþyrminganna vofa yfir hverjum einstaklingi, eins og allur heimur- 10 y

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.