Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 18

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 18
Kyndill Nazisminn og forráðamennirnir Papens. 1 stjórninni voru að eins tveir nazistar auk Hitlers, Frick innanríkisráðherra og Göring. Og þar að auki höfðu junkararnir bundið Hitler með „samningi" um löghollustu. í sínum vesæla barnaskap og skilnings- leysi á öllum aðstæðum og eðli þessa flokks. Eins og Hitler mundi halda nokkra samninga! Og svo átti það að vera trygging fyrir því að öllu væri óhætt, að Göring var raunverulega undirmaður Papens, sem hafði öll völdt í Prússlandi samkvæmt tilskipun Hindenburgs. En þrátt fyrir allt þetta, sem ekki voru annað en gamal- dags pappírstryggingar, þá var það Göring, sem öllu réði. Og jafnvel í kosningunum var Hugenbergs og Papens ekki getið, ekki einu sinni Hugenbergs, gamla Krupp-forstjórans, gamla alþýðusvikarans, sem gifti sig inn í eina ríkustu fjölskylduna í Frankfurt am Main og seldi sig vopnaauðvaldinu þýzka og hefir um síðastliðin ár verið einn harðsnúnasti fjandmaður þýzks verkalýðs. En nú gnístir hann tönnum um það bil sem hann er hrakinn af valdasviðinu af Hitler, yfir því að hafa látið hrekjast fyrir nazistum af heigulslegum hliðsjónum um það, að beita ekki hervaldi sjálfur. Löngu fyrir kosningarnar 5. marz hafði allur kosn- ingaundirbúningurinn orðið eins og risavaxinn skrípa- leikur. Kommúnistum eru bannaðir allir fundir. Og hvar sem jafnaðarmönnum var leyft að koma saman, voru þeir alt af á nálum um að eitthvert leiguþý naz- ista tæki að æpa forboðna hluti eða koma á ókyrð, sem undantekningarlaust leiddi til þess, að lögreglan hóf skothríð. Blöð kommúnista og jafnaðarmanna voru að 12

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.