Kyndill - 01.03.1933, Side 22
Kyndill
Na2isminn og forráðamennirnir
sveitunum var skipað að hafa blysfarir í hverri borg
og þorpij í landinu, einkum meðfram landamærum. Það
kvöld flaug Goebbels áleiðis til Austur-Prússlands og
hafði útvarp í flugvélinni. Hélt hann hvatningaræðu úr
loftinu, sem útvarpað var jafnharðan. Komst hann þá
meðal annars svo að orði: „Ég er yfir Pólska hliðinu.
Ég sé Þýzkaland beggja megin. Landamærin eru öll
í báli.“ Brennuvargurinn talaði hugfanginn um eldinn
eins og títt er um afbrotamenn, sem af sjúkdómsástæð-
um fremja glæpi.
Gyðingamálin eru þau, sem mest hefir verið talað um
upp á síðkastið, og hvernig sem þýzka stjórnin tekur í
þau mál og hverju sem hún lýsir yfir, þá ræður andúðin
í garð Gyðinga, sem vitanlega er ekki tii neins að neita,
ekki litlu um þann hug, sem blaðavald heimsins ber til
Þýzkalands um þessar mundir. Árum saman hafa naz-
istar hamast á móti Gyðingum og lofað þjóðinni hefnd.
Að því er foringjana snertir, segir Harrison Brown, er
þetta mest atkvæðaveiðibrella, sem fyrir dugnað Goeb-
bels hefir tekizt betur en nokkurn skyldi gruna.
Harrison Brown segir skemmtilega frá aðferðum naz-
ista í Gyðingamálunum: „Ég hefi í fórum mínum prent-
að bréf, sem þrýst var í lófa kunningjakonu minnar í
Berlín s. 1. sumar. Það hljóðar á þessa leið: „Þú ert í
nánum kynnum við Gyðing. Það er ósæmilegt af þýzkri
konu að líta við Gyðingi og þaðan af ósæmilegra að
eiga mök við hann. Vér gerum ráð fyrir að þér sé ekki
ljós þýðing breytni þinnar og vörum þig við. Ef frekari
rannsóknir vorar leiða það í ljós, að þessi viðvörun
16