Kyndill - 01.03.1933, Síða 23
Nazisminn og forráðamennirnir
Kyndill
hefir ekki nægt, pá verður nafn pitt skráð meðal þeirra
kvenna, sem eiga ekkert kynstofnsstolt og hafa gefist
Gyðingum. 1 hinu nýja Þýzkalandi mun sýnilegt mark
verða skorið eða brent á andlit slíkra kvenna til varn-
aðar öllum þýzkum mönnum. Haltu ekki að þetta sé
glens eða innantóm hótun .Þú hefir verið vöruð við og
verður aðgætt framvegis."
Um kosningarnar og eftir fóru félög Gyðinga þess á
leit, að þeir nytu verndar lögreglunnar. Göring lofaði
þá, að líf heiðarlegra Gyðinga skyldi verða verndað.
Nokkrum dögum seinna kom yfirlýsing í ræðu, þar
sem Göring „kveðst neita því að lögreglan sé varnarlið
fyrir Gyðingabúðir. Það verður að lokum að stöðva þá
hégilju, að hvaða þorpari sem er geti kallað á lögregl-
Una hvenær sem hann fær makleg málagjöld. Nei, lög-
reglan verndar hvern þann mann, sem heiðarlega geng-
ur franij í 'Þýzkalandi, en hún er ekki til þess að vernda
þorpara og flakkara, svindlara og föðurlandssvikara.
Þýzkaland í [dag er ekki Þýzkaland Briinings og Strese-
nianns.“ Og þessi óvanalega skýra ræða endaði á
orðunum: Árum saman höfum vér sagt þjóðinni: Þú
getur gert upp reikningana við svikarana. Vér stöndum
við orð vor. Það er verið að gera reikningana upp.“
Og hvernig eru þessi reikningsskil ? Ég skal að eins
nefna nokkur dæmi. Þau eru öll tekin úr borgarablöð-
um, sem stjórn nazista leyfir. Annars hefi ég vikum
saman haft fyrir augum bunka slíkra ómótmælanlegra
fregna. Það má rekja blóðferilinn um alt Þýzkaland
nftir umsögnum þessara blaða. Hvað haldið þið að það
2
17