Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 27

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 27
Nazisminn og forráðamennirnir Kyndill skal enginn Þjóðverji skilja orðið marxismi,“ er eitt af slagorðum nazista .Það á að sýna börnunum fram á gjaldþrot marxismans og frjálslyndu stefnanna, segir Frich. En veri þeir alveg rólegir. Það er alveg eins auð- velt fyrir þá að lögbjóða: Eftir 10 ár skal enginn hugsa rökrétta hugsun' íiÞýzkalandi. Þess vegna á að brenna allar bækur, sem ekki kenna yfirstéttardýrkun, hernað- aræði og þessa hákristilegu föðurlandsást þrælafóget- anna og barsmíðahundanna. Meðan bókabálin loguðu um Þýzkaland, horfði allur heimurinn í undrandi hryll- ingu á aðfarir þessa lýðs. Þann dag reis múrveggur af óyfirstíganlegri andúð og fyrirlitningu á þessu landi og stjórnendum þess, í öllum löndum. Ég hefi haft milli handa blöð borgarastéttanna af öllum Norðurlönd- um og frá Englandi, Frakklandi, Hollandi, Canada og Bandaríkjunum. Og það gæti verið fróðlegt fyrir menn hér að vita, að á allri línunni, frá harðsnúnasta íhaldi til fóttækustu kommúnista, hefir blaðavald þessara landa annaðhvort snúist beint gegn Þýzkalandi, eða þá að niinsta kosti tekið upp menningarlega baráttu gegn villimenskunni. Það er að eins eitt land, sem mér er kunnugt um, þar sem íhaldið er svo aðþrengt, úrræða- laust, heimskt og siðspilt, að það hefir klýjulaust tekið við boðskap nazistanna og aðferðum eins og hjálpar- fáði í hörmungum sínum, og sém' í gegnum barsmíðar, utorð og fangelsanir dreymir um einræði og náðuga daga. Það er hér á Islandi. Það er íhaldið persónugert í gáfum Morgunblaðsins og kristindómi Vísis, stjórnmála- Þroska Jóns Þorlákssonar og Magnúsar dósents, ihaldið 21

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.