Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 29
Nazisminn og forráðamennirnir
Kyndill
Jafnvel í JÞýzkalandi vita þeir að þrátt fyrir her, lög-
reglu, áhlaupasveitir og morða- og misþyrminga-flokka,
sem eru skipulagðir á laun, tekst þeim aldrei að halda
völdunum, nema hægt sé að vinna alþýðuna með illu
eða góðu. Þess vegna ritar Reventlow greifi á þessa
leið í 14. tölubl. Reichswarte nú fyrir skemmstu:
„Vér verðum þess vegna hver og einn að gera okkar
ýtrasta til þess að komast inn á verkamennina, sem leiddir
hafa verið afvega með marxisma. Hér er um sál verka-
mannsins að tefla, og þeir verða ekki unnir nema með
því að ná til sálar þeirra. Og ekki skal skorta á að það
verði reynt af nazistum.“
Ég get ekki neitað mér um að segja ykkur dæmi
þess, hvernig nazistar reka þetta sálgæzlustarf meðal
afvegaleiddra verkamanna.
í marzlok var rekstursráðsfundur) í firmanu Sommer-
feld hjá Berlín, og átti þá að endurkjósa rekstursráðs-
fulltrúa verkamanna. Verkamaður, sem ekki er nazisti,
var einróma endurkosinn.
Daginn eftir koma 60 áhlaupasveitarmenn vopnaðir
og taka fulltrúann, fara með hann til skógar og ætla
að skjóta hann. Skógarverðir komu'í veg fyrir það og
fulltrúinn flýr. Um nóttina er hann tekinn í íbúð sinni,
færður í General Papenstrasze og píndur þar í fjóra
6aga miskunnarlaust með svipuhöggum. Hann er fyrst
látinn laus þegar hann hálfvitskertur af örvæntingu og
kvöium er búinn að skuldbinda sig til að ganga í verka-
mannaflokk nazista. Þannig tölum vér við sálir verka-
manna, segir Reventlow greifi.
23