Kyndill - 01.03.1933, Side 31

Kyndill - 01.03.1933, Side 31
Nazisminn og forráðamennirnir Kyndill' heimska, í endalausri röð, framin af glæpamönnum. itielludólgum, svindlurum, bröskurum, svikurum, sið- spiltum skólalýð, sinnulausum og örvæntandi miðstétt- armönnum. Þetta eru leirlappirnar undir hinu volduga líkneski, Hitlersvaldinu, sem er persónugert í hásum hvæsandi ofstækismanni, með vitfirringu blóðs og grimdar markaða í alla andlitsdrætti, sauðarsvip lítil- niennisins um afsleppt Slava-ennið og lævísi refsins í augnaráðinu. En þó að þetta slepjaða villidýr leggi nú hramminn um stund dauðaþungan og eyðandi á alþýðu Mið-Evrópu, þá kemur samt sem áður dagur hefndar- innar — dagur hins nýja réttlætis. Vitsmunaafl allrar veraldar vinnur á móti villimennsk- unni. Réttlætiskennd allrar veraldar vinnur á móti grimdinni. Samtök undirstéttanna velta ógnarvaldinu, ekki með hjassi og rökræðum, heldur með átökum, baráttu, fórn- um, — blóði, sem drýpur fyrir skammbyssum nazista- niorðingjanna, drýpur ofan á sléttar hellurnar, þar sem. verkamenn svara ríkislögreglunni, blóði, sem drýpur fyrir vopnum hins hvíta dauða í fangelsum glæpa- uiannanna, blóði, sem drýpur í þverrandi lífsþreki hins Undirokaða fjölda. En „það blóð hefir blágrýtið holað“, sagði Þorsteinn Erlingsson endur fyrir löngu. Það verður að lokum sú elfur, sem sprengir af sér stíflur Þessarar villimensku, kúgunina, nazismann. 25

x

Kyndill

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.