Kyndill - 01.03.1933, Page 36

Kyndill - 01.03.1933, Page 36
Kyndill Falskar ávísanir — Mig vanhagar um nokkur þúsund — sagði Bern- harð. — Bankastjórinn leit á hann. Svipur hans var algerlega breytingarlaus frá því Bernharð kom fyrst inn. — — Já, — hélt Bernharð áfram, — til vinnulauna- útborgana. — — Getið þér ekki frestað útborgun, þangað til tog' arinn kemur? — — Nei, sagði Bernharð. Frestur lengur en til morguns er óhugsandi. Það er laugardagur á morgun, og fólkið á inni hálfsmánaðar kaup. — Bankastjórinn varð enn alvarlegri. — Þér hafið yfir- dregið hlaupareikninginn með hliðsjón til sölu togarans þennan túr. — — Mikið rétt, en það eru að eins 800 krónur. — — Ég skal athuga þetta, — eftir helgina getið þér komið — sagði bankastjórinn. Aftur fór bankastjórinn að sinna skyldustörfum sínum og blaða í hinum verðmætu skjölum, sem lágu á skrifborðinu hans. — Bernharð sá, að hinn virðulegi trúnaðarmaður þjóð- félagsins var ekkert annað en samvizkusemin og trú- mennskan, sem nú hafði aftur sökkt sér niður í skyldu- starf sitt, svo fyrir Bernharð var ekkert annað að gera en að fara. — Hann kastaði því næst kveðju á bankastjórann, sem ekki leit upp, — svo gekk Bernharð út. — Morðingi — heyrðist Bernharð hvíslað rétt fyrir aftan sig úti í miðju Austurstræti. Hann leit snöggt við- 30

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.