Kyndill - 01.03.1933, Page 40

Kyndill - 01.03.1933, Page 40
Kyndill Falskar ávísanir lán í fyrradag. — Vertu feginn að þú fékkst ekki lán með þessum okurkjörum, — þú krafsar þig fram úr því, sagði Magnús. — Mikið djöfull er Skotinn sniðugur að brenna korn- inu, strákar, — sagði Ragnar. — En skyldum við fá vixillán til whisky-kaupa, bætti hann við. — Nei, takið þetta nú alvarlega, — ég á að borga út á morgun ,sagði Bernharð. — Láttu mig þá heyra alla málavöxtu, — sagði Ragnar. — Togarinn kemur á mánudaginn með 570 pund, en mig vantar peninga til þess að borga út vinnulaun í landi, fyrir hádegið. — — Ég sé ráð við því, — sagði Ragnar. — Pú borgar út eftir hádegi á morgun. — Áttu ekki ávísana- hefti ? — — Auðvitað; — heldur þú að togarafélag eigi ekki ávísana-hef ti ? — Ágætt, þú gefur út ávísanir, — kaldur og rólegur. — — Ég á ekkert fyrir þeim maður. — Gerir ekkert — bara halda jafnvæginu. — Þú ert glæpamaður, — ég fæ allar ávísanirnar í hausinn aftur og verð settur í steininn. — — Engin hætta. Bankinn lokar kl. 1. Kaupmennirnir kaupa ávisanirnar, framvísa þeim ekki fyr en eftir hádegi á mánudaginn, og þá hefir þú lagt pundin inn. — Ég þekki rekkjuværð reykvískra kaupmanna á mánudagsmorgnana. — — Það er ljós í þessu hjá þér Ragnar. — Ég gef út 34

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.