Valsblaðið - 01.05.1959, Page 5
VALSBLAÐIÐ
3
allar á staðnum síðan svo augljós-
ar, að ekki er hægt að komast hjá
að taka eftir þeim og meta að
verðleikum.
f ársbyrjun 1944 samþykkti
Hlíðarendanefnd að segja upp
leigusamningum á eigninni, leita
samlþykkis stjórnarinnar til að
stofna til bílhappdrættis og hefj-
ast handa um að breyta fjósi og
hlöðu í félagsheimili og búnings-
og baðklefa.
Eftir að 'húsin losnuðu úr leigu
var hafizt handa um framkvæmd-
ir. Sóttist frekar seint í fyrstu,
enda oft erfitt um efnisútvegun,
enga styrki að fá út á framkvæmd-
irnar, en öll vinna sjálfboðavinna.
Vandað var til allra verka svo sem
verða mátti og leið brátt að því,
að tekið var í notkun búningshe'r-
bergi og baðldefi. Félagsheimilið
var síðan fullgert og tekið í notk-
un 3. júlí 1948.
Síðan rekur hver stórfram-
kvæmdin aðra. Skilningur manna
á æðri stöðum fyrir þýðingu þess-
arar sta'rfsemi hefur gerbreytzt og
fæst nú verulegur fjárstyrkur úr
bæjarsjóði og ríkissjóði út á unn-
in verk.
Strax og lokið var við malar-
völlinn, en hann var vígður 3.
sept. 1949, va'r hafizt handa um
vandaða og kostnaðarsama fram-
ræslu fyrir grasvöllinn. Sett í það
kílómetrar af brenndum leirrör-
um frá Danmörku, þúsund bíl-
ihlöss af rauðamöl og feikn af að-
fluttri mold, áðu'r en grasi var sáð.
Grasvöllurinn hefur þegar verið
í notkun um nokkur ár og munu
aðrir grasveliir vart betri hér.
Áður en grasvallargerð var lok-
ið, var hafinn undirbúningur að
byggingu hins glæsilega íþrótta-
'húss, sem nú þegar hefur verið
tekið í notkun og reynzt mjög vel,
enda vandaðasíta hús sinnar teg-
undar á íslandi. Smíði íþrótta-
hússins er ekki að fullu lokið, en
vonir standa til að því verkefni
verði hægt að ljúka fyrir næsta
haust. Verður þá væntanlega þeg-
ar búið að skrýða allt landið grasi
og ýmsum trjágróðri, en að því
verki loknu, mun vart á löngu
líða, þar til hafist verði handa um
byggingu nýs og fullkomins fé-
lagsheimilis.
Engan þeirra, sem að kaupun-
um á Hlíða’renda stóðu, mun hafa
órað fyrir, að hægt yrði að fram-
kvæma þau ósköp, sem raun ber
vitni um, á aðeins 20 árum. Að
þetta skuli hafa tekizt, er fyrst
og fremst að þakka þeim breyttu
viðhorfum, er skapazt hafa síðan,
m. a. í styrkveitingum 'ríkis og
bæjar til íþróttamannvirkja og
félagsheimila, svo og því, að fé-
lagið hefur átt á að skipa dug-
miklum athafnamönnum eins og
Jóhannesi Bergsteinssyni, Úlfari
Þórðarsyni, Sigurði Ólafssyni,
Andrési Bergmann og fleirum,
sem fórnað hafa margl-a ára frí-
tíma sínurn til að starfa að þessum
mannvirkjum.
Það verður vart skilið við þess-
ar minningar án þess að geta þess,
hverjir skipuðu þá stjórn, sem svo
samhent og ákveðin lagði út í
kaupin á Hlíðarenda 10. maí 1939
og stigu þarmeð eitt mesta gæfu-
spor í sögu félagsins. Stjó'rnina
skipuðu:
Ólafur Sigurðsson form.,
ShjUcv Sera SriÉrils aÉ - J'!fiifann J'i
1 tilefni af 90 ára afmæli
séra Friðriks Friðrikssonar
á s.l. ári, var samþykkt að
reisa af honum myndastyttu
á félagssvæði Vals, svo fljótt
sem við yrði komið. Nefnd
var skipuð í málið, þeim dr.
Jóni Sigurðssyni borgar-
lækni, og e’r hann formaður,
Sveini Zoéga, IJlfari Þórð-
arsyni, Braga Kristjánssyni,
Ólafi Sigurðssyni og Guð-
laugi Þorlákssyni. Nefndin
hefir unnið að því að fá
gerða afsteypu að mynd, sem
Ríkharður Jónsson gorði af
séra Frið’rik. Afsteypan var
gerð úti í Kaupmannahöfn
og er nú fullbúin og mun
myndastyttan koma ein-
hverja næstu daga til lands-
ins. Enn hefir ekki verið
ákveðinn staður fyrir mynd-
ina í landi Hlíðarenda, en á-
kvörðun um það mun verða
tekin áður en langt um líðu'r.
v
Grímar Jónsson,
Hólmgeir Jónsson,
Hrólfur Benediktsson,
Jóhannes Bergsteinsson,
Sigui'ður Ólafsson og
Sveinn Zoéga.
Að lokum árna ég félaginu allra
heilla í tilefni þessa afmælis og
óska þess, að Hlíðarendinn og öll
þau mannvirki, sem þar verða
byggð, megi færa æsku Reykjavík-
ur þá blessun, sem lá að baki kaup-
unum og öllum framkvæmdum þar
síðan. Ó. S.