Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 8

Valsblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 8
6 VALSBLAÐIÐ BÓNDI nokkur hafði tvo vinnumenn. Einn morgun bað hann þá fara út á akurinn til að plægja. Um hádegisbilið kom hann til þeirra til að sjá hversu verkinu miðaði. Hann leit fyrst á plógför annars þeirra, og sá að þau voru öll skökk og skæld. Hann spurði hverju þetta sætti. Vinnumaðurinn svaraði: Eg hafði svo gaman af að sjá, hvefnig hið beitta plógjárn skar moldina og bylti henni við, að ég gætti ekki stefnunnar, en leit að- eins niður fyrir mig, í plógfarið. Er hann kom til hins, sá hann að plógför hans voru þráðbein og jöfn. Hann spurði þá, hversu hann hefði bor- ið sig að. Sá svaraði: Ég tók mið af stóra trénu þarna langt í burtu. Ég hafði aldrei augun af því, en stefndi beint á það. Hann tók stefnumið, setti sér ákveðið mark að keppa að. Hann fór beina braut og hlykkjalausa. Hann leysti starf sitt vel af hendi. Hinn skeytti ekki um stefnuna, heldur lét ráð- ast hversu færi. Hann leysti starfið illa af hendi. Braut hans var skæld og skökk. Vér, sem störfum í Val, tökum oss seinni vinnumanninn til fyrii-myndar. Mörkum oss stefnumið, hvort heldur tekur til æfinga eða hins almenna fé- lagsstarfs. Minnumst í því sambandi orða séra Friðriks, er hann m. a. lét falla í vígsluræðu Vals-vallarins 1911: „. .. . munum ávallt eftir því að leikur vor og félagsstarf er ekki aðeins stund- argaman, heldur á það að vera til þess að gera oss betri, göfugri, heiðarlegi’i og karlmannlegri . .. .“ Eins og allir fingur eru jafnir er í lófann kemur, er starf allra flokka, nefnda og ráða félagsins jafn nauðsynlegt til að ná þessu marki, sem þai-na er rætt um. Miklum áfanga er þegar náð í störf- um Vals, sem þakka ber. Má þar minna á kaupin á Hlíðarenda, sem um þessar mundir á 20 ára afmæii sem aðseturs- staður Vals og byggingu þeirra íþrótta- mannvirkja, sem þar eru þegar komin. En mikið er ennþá ógert. Senn á Valur 50 ára afmæli. látum þau tímamót vera oss stefnumið að því marki að gera Hlíðarenda að einum feg- ursta blettinum í Reykjavík. En slíkt tekst aðeins með því, að allir Valsmenn, yngri og eldri, leggi þar að huga og hönd. Megi íþrótta- og félagsstarf Vals skapa þann menningararf sem æska Vals og reykvísk æska yfirleitt getur verið stolt af. E. B. Framh. af síðu 5. mættu til dæmis á einni æfingu um fjörutíu manns, sem mun vera met hjá félaginu. Æft var tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstu- dögum. Auk þess fékk annar fl. sértíma einu sinni í viku og var að því mikil bót. Hefur svo þessi aðsókn hald- izt fram á þennan dag? Nei, hún hefur nú reyndar ekki gert það. Apríl er alltaf erfiður mánuður hvað aðsókn sne'rtir, margir eru að lesa undir próf og dregur það eðlilega úr aðsókn. Reyndar er ég ánægður með hvað strákarnir hafa mætt í vetur og ef svo heldu'r áfram kvíði ég engu um framtíð Vals á sviði hand- knattleiksins. Það er ekki að efa að í þessum hóp er mikið af efni- við sem þarfnast aðeins þjálfunar, þá kemur þetta. En hvað um Islandsmótið? Ert þú ánægður með það ? Að vísu er ég ekki ánægður með mótið í heild og verð ekki fyrr en bikarinn er kominn á hilluna, en ég er samt nokkuð ánægðu’r með þetta mót og held að Valur sé frekar á uppleið en hitt. En um einstaka leiki? Við áttum fyrsta leik við F.H. Það var hreinasta óheppni að ná ekki jafntefli úr þeim leik. Þetta var skemmtilegur og spennandi leikur allt til síðustu mínútu, nær ómögulegt að segja til um úrslit. Á síðustu mínútu tókst 'svo F.H. að berja inn einu marki og leikn- um lauk 17—16 fyri'r F.H. Hvað kom til? Strákarnir voru allir ákveðnir í að standa sig svo sem frekast væri kostur og gefast aldrei upp. Það sást líka strax og þeir komu inná. Þeir spiluðu nú ólíkt því sem þeir hafa gert undanfa'rin ár. Tóku upp spil í ríkari mæli og skutu ekki í tíma og ótíma. Svo var það líka gamla stjarnan Sólmundur, hann lék með og þeir boltar sem hann ver ekki verða ekki varðir. Hann var ómétanlegur styrku'r, án hans hefði þetta ekki tekizt. Og næstu leikir? Næst lékum við gegn K.R. Strákarnir léku nú ekki eins vel og gegn F.H. og í hálfleik stóð ekki glæsilega, en það lagaðist nokkuð og leiknum lauk með sigri K.R. 29 —18. Þetta var ekki góður leik- ur en lærdómsríkur fyrir st’rák- ana. Í.R.-leikurinn var ekki góð- ur heldur. Notuð var þessi gamla aðferð: einn, tveir, þrír, skot. enda vann I.R. leikinn 31—19. Leikur- inn við Fram var aftur góður. Þar léku strákarnir létt og leikandi og unnu 21—19 eftir skemmtilegan leik. Leikurinn við Ármann var svo síðasti leikurinn, hann var fjörugur og skemmtilegur og vannst, 28—23. Valur fékk því 4 stig út úr mótinu og skoraði 102 mörk gegn 119. Þetta e'r betri ár- angur en sumir bjuggust við, því sumir álitu, að Valur mundi „fal'la“ í 2. deild. Hvað um 1. flokk? Það er góð breidd í fyrsta flokki og strákarnir stóðu sig vel. Leik'” fóru þannig: Valur Þróttur 7—-7. Valu’r Fram 12—10. Valur F.H. 10—15. En 2. flokkur? Annar flokkur hefur staðið sig vel í vetur. Það er eins með hann og fyrsta flokk, mikil breidd og mörg góð efni sem vert er að gefa gætur. Leikir hjá 2A fóru þannig: Valur K.R. 13—13. Valur Pram 12—10 og Valur Þróttur 10—14. Annar B stóð sig líka með ágæt- um, spilaði þrjá leiki, vann tvo en tapaði einum. Hvað um framtíðina? Nokkuð hefur verið rætt um Færeyjaför og væri mjög æski- legt ef hún kæmist í framkvæmd. Það mundi örfa strákana og þeir mundu þroskast félagslega, en það er einmitt það sem okkur vantar, félagslega einingu. I ferðum sem slíkum kynnast menn betur en hér heima, þjappast saman í eina heild og halda betur saman þegar lieim kemur. Eg vil að lokum hvetja strákana til að æfa knattspyrnu í sumar. Með því viðhalda þeir úthaldinu, fá betri yfirsýn yfir leikinn og e'ru þess vegna að öllu leyti betur und- ir veturinn búnir. Þess vegna: Allir út á völl í sumar og æfið. Já, strákar, látið þið sjá ykkur á Valsvellinum í sumar það skai verða tekið vel á móti ykkur. J. O. O.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.