Valsblaðið - 01.05.1959, Page 21
VÁLSBLAÐIÐ
apvi œii
hendis að minna á hið merkilega
starf, sem hinn þjóðkunni íþrótta-
frömuður Sigurjón Pétursson vann
á sinni tíð, einmitt á félagssvæði
Aftureldingar, með starfrækslu
íþróttaskóla og skipulagningu
íþróttamóta að Álafossi, sund-
keppni þar og hinu víðfræga Ála-
fosshlaupi, sem mörgum er minn-
isstætt og þótti ætíð merkur
íþróttaviðburður. Sundlaug sú, er
Sigurjón kom upp að Álafossi, hef-
ir og verið sannur heilsubrunnur
sveitarinnar. Er enginn vafi á því
að þetta merkilega og margþætta
íþróttaframtak Sigurjóns hefir
haft mjög hvetjandi áhrif á Aft-
ureldingu til enn aukinna dáða á
sviði íþróttanna.
Meðal stofnenda og forgöngu-
manna Aftureldingar voru m. a.
Steindór Björnsson frá Gröf og
Guðrún systir hans, auk ýmsra
annarra ágætra kvenna og karla.
Formaður Aftureldingar er nú
Guðjón Hjartarson.
Skiöafélag Reykjavíkur varð 45
ára, stofnað 2. febrúar 1914. Það
var norðmaðurinn L. H. Múller,
sem meginþáttinn átti í stofnun
félagsins og ruddi með því braut-
ina fyrir skíðaíþróttina hér á
landi. Verður þetta brautryðjenda-
Stefán Björnsson.
starf Múllers seint fullþakkað eða
metið að verðleikum. L. H. Múller
var fyrsti formaður Skíðafélagsins
og gegndi því forystuhlutverki til
dauðadags, en að honum látnum
tók Kristján Skagfjörð við og er
hann andaðist árið 1947 var Stef-
án Björnsson forstjóri kjörinn
formaður og hefir gegnt því starfi
síðan.
Skíðaskálinn í Hveradölum er
eitt af stórframkvæmdum þessa
merka félags, en hann var byggð-
ur á árunum 1934—35 fyrir hvatn-
ingu Múllers og kostaði fullgerður
sjö þúsund krónur. Tilgangur með
stofnun Skíðafélagsins var ekki
fyrst og fremst sá, að skapa
keppnisfólk, heldur hitt, að opna
augu ungra og gamalla fyrir skíða-
íþróttinni og gera hana að almenn-
ingseign, kenna konum og körlum
að meta hollustu þá, sem er í því
fólgin að fara á skíðum um snævi-
þakta jörð og teiga að sér ferskt
fjallaloftið jafnframt því að kenna
mönnum að ferðast um óbyggðirn-
ar að vetrarlagi. I þessu trúboði
hreinleikans og heilbrigðinn-
ar hefi'r Skíðafélagi Reykjavík-
ur orðið mikið ágengt þann fjóra
og hálfa áratug, sem það hefir
starfað.
Félagið minntist þessara tíma-
móta í sögu sinni og starfi með
veglegu samsæti í skála sínum í
Hveradölum á afmælisdaginn.
E. B.
iBR og KRR
Tvenn mikilvæg íþróttasamtök,
sem Valur á aðild að, eiga merkis-
afmæli á þessu sumri. Eru það
Iþróttabandalag Reykjavíkur, sem
verður 15 ára í ágústmánuði, og
Knattspyrnuráð Reykjavíkur, sem
verður 40 ára í þessum mánuði.
K.R.R. var stofnað að frum-
kvæði Egils heitins Jacobsens,
hins ötula forvígismanns um
knattspyrnu hér í bæ og helzta
knattspyrnudómari um árabil.
Var hann og fyrsti fo'rm. ráðs-
ins. Knattspyrnuráðið hefur verið
knattspyrnufélögunum og knatt-
spyrnunni í heild hin mesta lyfti-
stöng og haft forgöngu um mörg
merkileg mál, m. a. stofnun Knatt-
spyrnusambands Islands. Hefur
Í9
Jón Guðjónsson.
K.R.R. notið vaxandi vi’rðingar
þeirra er til þekkja með hverjum
áratugnum, enda hafa margir af
beztu mönnum Reykjavíkurfélag-
anna átt þar sæti um lengri eða
skemmri tíma.
Núverandi form. K.R.R. er Jón
Guðjónsson, löngu þekktur meðal
knattspyrnumanna fyrir störf
sín í Fram og ýmsum sameigin-
legum nefndum.
Valsblaðið óskar K.R.R. allra
heilla í tilefni fertugsafmælisins.
ÁRSÞING íþróttabandalags
Reykjavíkur var nýlega haldið í
Tjarnarcafé, að viðstöddu fjöl-
menni. Var prentuð ársskýrsla
bandalagsins afhent hverjum
þingfulltrúa. Var hún hin vandað-
asta og í henni voru hinar marg-
víslegustu og merkilegustu upp-
lýsingar, sem bandalaginu og
íþróttahreyfingunni er hin mesta
nauðsyn að hafa að staðaldri við
hendina. Það er þó ekki sök stjórn-
Gísli Halldórsson.