Valsblaðið - 24.12.1962, Side 12

Valsblaðið - 24.12.1962, Side 12
10 VALSBLAÐIÐ Gœti hann ekki hugsað á þessa lund ungi Valsmaðurinn til hœgri við Egil markmann, og mun hinum ekki svipað innanhrjósts? „Mig hlœgir að verða stór og st.anda í marki og stórskotin taka. Verða* ekki lakari en Egill í hörku harki. og með hyggindum. vaka“. Einnig tók flokkurinn þátt í íslands- móti utanhúss, og varð þar nr. 3 í sín- um riðli. Þessi flokkur fór svo einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og keppti þar tvo leiki við Þór og sigraði, en gerði jafntefli við iBV. Fulltrúi Vals í Handknattleiksráði var Óskar Einarsson á liðnu starfsári, en Bergur Guðnason verður þar þetta starfsár. Á árinu voru haldnir 9 skemmtifund- ir fyrir félagsmenn og voru margir þeirra fjölsóttir. Á fundi þessa komu oft eldri félagar og töluðu og lásu upp. Með ársskýrslunni er skrá yfir alla leiki flokkanna og úrslit. Einnig er þar skrá yfir þá sem leikið hafa í flokkun- um og hvað marga leiki hver. LOKAORÐ Ekki verður svo lokið við skýrslu þessa, að ekki verði öllum þeim kon- um og körlum, sem á einn eða annan hátt hafa stutt að framgangi handknatt- Yfirlit yfir árangur handknattleiksflokka VALS 1961 - 1962. Mót U L U J T Mörk % Meistaraflokkur karla .... ... 4 0 16 5 2 9 213:276 37,5 Annar flokkur karla A . .. .. . 2 0 8 6 0 2 81: 68 75,0 Annar flokkur karla B . .. ... 1 0 3 2 0 1 16: 15 66,7 Þriðji flokkur karla A . .. ... 2 1 9 8 0 1 106: 71 88,9 Þriðji flokkur karla B . .. ... 2 0 10 5 2 3 80: 56 60,0 Meistaraflokkur kvenna . . . ... 3 2 13 9 3 1 110: 75 80,8 Annar flokkur kvenna .. . . ... 3 0 13 4 1 8 58: 65 34,6 17 3 72 39 8 25 664:626 59,0 ÞÓRARINN EYÞÓRSSON KOSINN FORMAÐUR Formaður deildarinnar, Ingi Eyvinds, flutti skýrslu stjórnarinnar. Þótti skýrslan bera með sér, að yfir- leitt hafi vel gengið á árinu, nema hvað meistaraflokkur karla féll niður í aðra deild. Á fundinum kom það greinilega fram, að engu þyrfti að kvíða, því yngri flokkar félagsins væru mjög efnilegir og sigursælir. Nokkrar umræður urðu um félags- mál, t. d. var rætt um byggingu og möguleika á úti-handknattleiksvelli úr malbiki eins og farið væri að gera er- lendis, t. d. á Norðurlöndum og víðar. Þá var rætt um utanferð flokka á næsta ári, og mælt með því að unnið verði að því eftir sem hyggilegt er og miði að þroska leiksins innan félagsins. Ýmislegt fleira var rætt er varðar starfsemi deildarinnar í framtíðinni. STJÓRNARKJÖR Nýr formaður var kjörinn fyrir deild- ina, Þórarinn Eyþórsson, og var hann einróma kjörinn með lófataki. Með honum voru kjörnir í stjórn: Jón Kristjánsson, Valgeir Ársælsson, Róbert Jónsson og Sigurður Guðjóns- son. Yarastjórn: Hermann Gunnars- son, Sigrún Geirsdóttir og Guðbjörg Árnadóttir. Þórður Þorkelsson lét af stjómar- störfum eftir að hafa um 20 ára skeið verið einn traustasti forystumaður hand- knattleiksins í Val. Baðst hann eindreg- ið undan endurkosningu, en handknatt- leiksmenn í Val munu lifa í voninni að hann komi aftur til starfa. Elju- menn, eins og Þórður, eru ekki á liverju strái. Fundarstjóri var Valgeir Ársælsson, en fundarritari Guðmundur Ingvason. F. H. leiksins í Val, þökkuð störf þeirra á liðnu ári. En góðir félagar, ef Valur á að komast á tindinn á ný, verða allir að leggjast á árina og róa. Mörg óleyst vandamál bíða, og mikið verkefni fyrir hið unga og gjörvulega fólk, sem skip- ar sér undir merki Vals. Aðalfundur handknattleiksd.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.