Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 13

Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 13
VALSBLAÐIÐ 11 Þórarinn Eyþórsson. „Þeir hljóta ai5 haja veriS í miklum vandrœS- umu. Rætt við nýkjörinn formann handknattleiksdeildarinnar „Ég er bjartsýnn á fólkið“, sagði hinn nýkjörni formaður handknattleiksdeild- arinnar, Þórarinn Eyþórsson. Þeir, sem fylgdust með ungu drengj- unum í Val á árunum um og eftir 1950 og allt fram að 1957, munu hafa veitt athygli rólegum, þéttvöxnum pilti, sem lét ekki mikið yfir sér. Hann stundaði æfingar af kappi og lék í kappliðinu í handknattleik. Hann var með af áhuga, af því að honum þótti gaman að leika og hafði bundizt tryggð til Vals. Ýmsum mun þó ekki liafa þótt liann líklegur til að verða mikill snillingur í leikni og kúnstum handknattleiksins, og kann það að hafa orðið til þess að hann hvarf um skeið, án þess þó að hafa sleppt tryggð sinni til Vals. Hann fylgdist með öllu í liandknattleiknum í Val, og horfði á leiki félagsins og liryggðist og gladdist eftir því sem gekk. Þessi maður er liinn nýkjörni 25 ára gamli formaður Hand- knattleiksdeildarinnar, Þórarinn Ey- órsson. Þó lilédrægni liafi einkennt Þórar- in frá upphafi, þá gat Valsblaðið ekki sleppt lionum við það, að segja örlítið frá sér, og livernig lionum litist á það verkefni sem liann nú liefur tekið að sér, og livernig honum litist á hand- knattleikinn í Val í dag. Fer þetta sam- tal hér á eftir. Hvenœr gerSist þú félagi Vals? Þegar ég var 7 ára var ég skrifaður inn í Val, og sótti æfingar á Eiríksgötu- völlinn. Fyrsti íþróttaviðburðurinn í Val, sem ég var þátttakandi í, var þeg- ar malarvöllurinn var vígður, og lék ég þá í fjórða flokki og mun það vera eftirminnilegasti atburðurinn til þessa, og gleymi ég aldrei þegar ég sá séra Friðrik Friðriksson spyrna knettinum til vígsluleiksins. Síðar fluttist ég inn í Kleppsliolt, og þá var knattspyrnan aðeins í strákafé- lögum, sem þar voru. Þá var Hálogaland næsti leikvangur og þá tók ég að æfa handknattleik 12 ára gamall, og þá voru flestir liand- knattleiksstrákarnir í þeim flokki úr Kleppsholtinu. Ég varð svo frægur að verða tvisvar meistari í þriðja flokki. Þannig æfði ég þangað til 1957 að ég dró mig í lilé um stund, en fylgdist alltaf með. 1 fyrra ráfaði ég á aðalfund deildar- innar, og vissi þá ekki livaðan á mig stóð veðrið, því ég var kjörinn í stjórn hennar. Þeir hafa lilotið að vera í miklu mannahraki. Það hefur ábyggilega verið sama mannalirakið í liaust, með því að kjósa mig í formannssæti deildarinnar. Ég vantreysti þessu í byrjun, að ég gæti valdið verkefninu, en þegar maður er byrjaður er þetta ekki svo slæmt. Það er líka svo mikill munur að liafa með sér í stjórninni áhugasama menn, þar sem tveir eru af yngri kynslóðinni og tveir eldri þrautreyndir í málum handknattleiksins. Þetta ætti því að geta blessazt fram á næsta aðalfund. HvaS vilt þú segja um handknatt- leiksfólkiS í Val í dag? Ég verð að segja að ég er bjartsýnn á fólkið, það er mikill efniviður í fé- laginu, sérstaklega eru það yngri karla- flokkarnir, sem maður bindur miklar vonir við. Með þeim ætti að koma nýtt líf í meistaraflokkinn, svo þeir ættu ekki að þurfa að vera lengi í annarri deild. Yið voruin svo heppnir að fá hinn kunna liandknattleiksmann og reynda þjálfara, Birgi Björnsson frá Hafnar- firði, til að þjálfa lijá okkur fram að áramótum. Ég er það bjartsýnn, að ef handknattleiksmenn okkar stunda æf- ingarnar vel lijá Birgi, er ekki ólíklegt að þeir nái langt í vetur, því þráða tak- marki að komast upp í fyrstu deild. Það er von mín að okkur takist að halda Birgi áfram, en það getur verið að það verði undir áhuga leikmanna komið, livort hann verði lijá okkur eft- ir áramótin, livort þeir vilja leggja að sér og sýna vilja á æfingunum. Ég vænti góðs árangurs af samstarfi við liandknattleiksfólkið í Val. Ég vænti þess ennfremur, að það komi til okkar í stjórninni, með það sem það liefur yfir að kvarta, ef eitthvað er að, svo við getum sameiginlega lagfært það sem aflaga fer. Ég lít þannig á, að Handknattleiks- deildin sé sameign okkar allra, sem handknattleik stundum í Val, og vænti þess að sérliver félagi sé reiðubúinn til þess að taka á sig störf og skyldur til þess að tryggja velferð deildarinnar og Vals. Nokkrir erfiSleikar framundan? Því er ekki að neita að við eigum alltaf við að stríða fjárliagsörðugleika, og satt að segja standa þeir starfsem- inni fyrir þrifum. Við erum að hugsa um að fá danskan þjálfara, en það kostar mikið fé, og við höfum áliyggjur af því, livort okkur tekst að leysa þann vanda. Við erum sammála um að í þetta verði að ráðast, og vonum að takast megi að leysa þetta þjálfaramál og þá um leið f járhagsmálin. Annars liafa félagarnir alla tíð sýnt mikinn áliuga varðandi það að vinna að þjálfun kauplaust, en það er eðli- legt að við og við sé fenginn erlendur þjálfari, sem heinir liingað til okkar nýjum straumum. Handknattleiksmenn veröa aS sýna listir sinar á skemmtunum sínum, og reynir þá á mýktina, eins og sést á myndinni.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.