Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 14
12
VALSBLAÐIÐ
Þú fúrst á þjálfaranámskeið í Dan-
mörku?
Já, ég tók þátt í námskeiði danska
handknattleikssambandsins í Vejle, en
það stóð í 7 daga, en ætti að standa í
14 daga.
Ég hafði mjög gott af námskeiði
þessu, skrifaði niður sitt af hverju, eftir
því sem ég gat, mér til minnis og reyndi
að liafa heim með mér á þennan hátt
sem mest af þeim fróðleik sem þar var
að fá. Ég hef ekki enn getað unnið úr
því öllu, en það kemur smátt og smátt.
Ætti ég kost á að fara aftur mundi ég
óhikað gera það þó ég ætti að greiða
allan kostnað sjálfur við slíka för.
Ég byrjaði svo að æfa flokka úti í
sumar og held því áfram í vetur.
HvaS vilt þú svo segja aS lokum?
Ég vildi livetja handknattleiksfólkið
til þess að standa saman, sækja vel æf-
ingarnar, og taka þær alvarlega og nota
tímann vel, með því getum við vænzt
þess að ná góðum árangri.
F. H.
Hver skorar 1000. markið
fyrir Val?
Tölufróðir menn um mörk, sem skor-
uð eru í Val, halda því fram og rök-
styðja það auðvitað, að á næsta sumri
verði skorað þúsundasta markið í meist-
araflokki. Þetta er sögulegt mark og
mun stjóm deildarinnar hafa í huga
að minnast þess á einhvern hátt, við
þann sem verður svo heppinn.
Heyrzt hefur að stjórnin ætli að halda
því leyndu, hvenær það gæti orðið og
á þann hátt eggja alla sem möguleika
hafa að skora og draga ekki af sér, því
er einnig að sjálfsögðu haldið mjög
leyndu, hver verðlaunin verða.
Það er því dálítið „spennandi“ að
fylgjast með mörkum Valsmanna í sum-
ar, en þangað til spyrjum við: Hver
skorar 1000. markið fyrir Val í meist-
araflokki?
Forsíðumyndin
Eins og að undanförnu hefur Sigfús
Halldórsson gert forsíðu jólablaðsins.
Dregur hann þar skemmtilega fram
minnismerki séra Friðriks með bjargið
að baki.
Stúlkur, sem leikið hafa í
meistarafl. Vals frá byrjun
tSB 30. 10. 62 Leikir Lék fyrst
Malla Magnúsdóttir 62 1959
Sigrún Geirsdóttir 57 1959
Sigríður Sigurðardóttir 56 1959
Áslaug Benediktsdóttir 53 1959
Bergljót Hermundsd. 50 1959
Martha Ingimarsdóttir 46 1950
Hrefna Pétursdóttir 45 1959
Svanli. Sigurðardóttir 37 1960
Erla Magnúsdóttir 37 1959
Unnur Hermannsdóttir 35 1950
Katrín Hermannsdóttir 34 1959
Kristín Níelsdóttir 30 1959
Bára Guðjónsdóttir 30 1959
Sóley Tómasdóttir 29 1950
Margrét Hallgrímsd. 29 1952
Selma Bjarnadóttir 25 1953
Ragna Lindberg 21 1950
Hafdís Ragnarsdóttir 19 1950
Guðbjörg Árnadóttir 18 1961
Sólveig Matthíasdóttir 18 1953
Svanlivít Hafsteinsd 17 1961
Elín Halldórsdóttir 17 1954
Gullý Sumarliðadóttir 15 1950
Ingibjörg Ólafsdóttir 14 1957
María Halldórsdóttir 14 1950
Dóra Gunnarsdóttir 14 1959
Fríða Hjálmarsdóttir 14 1953
Hrafnhildur Ágústsd. 13 1950
Elín Eyvindsdóttir 12 1961
Birna Valgeirsdóttir 12 1959
Sigrún Hjartardóttir 11 1950
Charlotta Aðalsteinsd. 11 1954
Edda Björnsdóttir 10 1950
Þyri Hjartardóttir 10 1950
Drífa Ingimundarson 9 1961
Hanna Zoega 8 1959
Erla Ingadóttir 8 1950
Vigdís Pálsdóttir 8 1961
Sjöfn Hjálmarsdóttir 8 1955
Inga Sigurðardóttir 6 1961
Bjarndís 6 1955
Gréta Jóhannsdóttir 5 1950
Þórunn Pálsdóttir 4 1952
Ragnheiður Þorsteinsd. 4 1961
Hrefna Björnsdóttir 3 1950
Aðallieiður Árnadóttir 3 1959
Kristín Sigurðardóttir 3 1961
Sigrún Þorgilsdóttir 3 1957
Guðlaug Guðjónsdóttir 3 1952
Fjóla Halldórsdóttir 2 1955
Jóhanna Halldórsdóttir 2 1954
Kolbrún Jónsdóttir 2 1959
Lea Þórhallsdóttir 1 1950
Sigrún Sigurjónsdóttir 1 1950
Una Halldórsdóttir 1 1950
Ágústa Olsen 1 1960
SVEIftllM ZÖEGA
lætur af formennsku
Á síðasta aðalfundi Vals baðst Sveinn
Zoege undan endurkosningu sem for-
maður félagsins, en hann hefur skipað
það sæti síðan 1957, samfleytt.
Hann hefur raunar setið tvisvar í því
sæti áður, eða 1939 er hann gerðist
fyrst formaður Vals og var þá í tvö ár
og litlu síðar í eitt ár í viðbót.
Hann hefur verið formaður lengur
samanlagt en nokkur annar og í stjóm
félagsins kom hann 1936.
Formaður fulltrúaráðsins mun hann
hafa verið í 13 ár og sem fulltrúi Vals
í Knattspyrnuráði Reykjavíkur var
hann í 13 tímabil.
Hvar sem Sveinn hefur farið, hefur
Valur átt góðan fulltrúa og einlægari
og sannari Valsmann er naumast hægt
að finna.
Hann hefur því komið víða við í
sögu Vals á þessum árum, sem eru orð-
in nokkuð yfir 30 frá því liann fyrst
fór að leika fyrir Val.
Þótt Sveinn taki sér hvíld um stund,
frá stjórnarstörfum fyrir Val, þá vitum
við, sem lengst höfum með honum starf-
að, að þar á Valur alltaf hauk í liorni.
F. H.
Tveir Valsmenn heiöraftir
Á þessu ári voru tveir Valsmenn
heiðraðir fyrir afskipti sín af knatt-
spyrnumálum.
Einar Björnsson fékk gullmerki
Knattspyrnuráðs Reykjavíkur fyrir
margháttuð störf fyrir knattspymu-
íþróttina, fyrst sem leikmaður, síðar
virkur í stjórnarstörfum og nú síðast
sem formaður KRR. Ennfremur hefur
liann verið um langt skeið knattspyrnu-
gagnrýnandi.
Hinn maðurinn er Frímann Helga-
son, sem fékk silfurmerki Knattspyrnu-
sambands Islands í tilefni af 15 ára af-
mæli sambandsins.