Valsblaðið - 24.12.1962, Qupperneq 15

Valsblaðið - 24.12.1962, Qupperneq 15
VALSBLAÐIÐ 13 „Handknattleikurinn er mér konungleg skemmtun" — Segir Sigríður Sigurðardóttir Fyrir þrem til fjórum árum hallaði heldur undan fæti hjá kvennaflokki Vals. Þær eldri hættu og hurfu meira og minna, og eftir voru naumast nema ungar stúlkur, sem þá eðlilega voru ó- skrifað blað. Þær æfðu og héldu hóp- inn, og meðal þeirra mátti sjá granna og sviflétta stúlku, sem maður ósjálf- rátt veitti sérstaka athygli. Hún komst fljótt upp á lagið að grípa knöttinn og ráða við liann. Það var einnig auðséð, að hún vissi hvað hún vildi, og var ekk- ert lamb að leika sér við.í keppni. Hún ljómaði af ánægju yfir því að fá að berjast, og að gefast upp var henni víðs f jarri. Ef hart var barizt, var sem harð- neskjuglotti brygði fyrir rétt sem snöggvast, og það var eins og maður hefði það á tilfinningunni að hún biti á jaxlinn og segði eitthvað í hljóði. Þessi unga stúlka var liún Sigga. Fyrir gamlan keppnisþjark, sem veit að keppni er barátta, þar sem aldrei má gefa eftir, var þetta upplifun að sjá viðbrögð stúlkunnar í meðlæti og mót- læti. Hún hlaut að safna um sig óvíg- um her valkyrja, sem ættu eftir að skrifa blað í sögu handknattleiksins í Val, og það má segja að það liafi gerzt á síðasta Islandsmóti er þær urðu Is- landsmeistarar. Sjálf hefur hún skap- að sér nafn sem ein snjallasta hand- knattleikskona Islands í dag, ef ekki sú allra bezta. Valsblaðinu þótti því sjálfsagt að eiga stutt viðtal við Siggu, nei fyrir- gefið, frú Sigríði, og fer það hér á eftir. Hvenær byrjaðir þú að æfa og keppa? Ég byrjaði að æfa 1959, og það lítur út fyrir að Valur hafi verið í miklum vandræðum með stúlkur í kapplið, því eftir 3 æfingar var ég sett í keppnis- lið! — Nú og síðan hef ég keppt stöðugt í meistaraflokki Vals, með smá „forföll- um“ þó. Þetta hefur gengið alveg sæmi- lega, og má gott kallast að vinna Is- landsmótið í fyrra. En segðu mér, af liverju ertu að æfa, sem ert húsmóðir og móðir, og með heimili? Ástæðan er einfaldlega sú, að ég hef áliuga á liandknattleiknum. Ég nýt þess að koma á æfingar, það er „konungleg skemmtun“ fyrir mig. Þar hitti ég líka stelpurnar sem halda svo vel saman, og með þeim á ég sem sagt svo margar ánægjustundir að ég vil ekki missa af þeim. Það er gaman að sjá þennan stóra hóp sem kemur á æfingar stund- um 3—4 lið, og svo vonar maður að þarna séu á ferðinni stúlkur sem geta tekið við af okkur eldri, og þá er gott að hafa það á samvizkunni að liafa verið með í að búa þær undir það starf, og ég er bjartsýn á framtíðina. Hvernig líkar þér við Árna sem þjálf- I ara? Hann er dásamlegur þjálfari, varla hægt að liafa hann betri. Hann er að vísu strangur við okkur, og við lirökkv- um til þegar hann kallar, en svona vilj- um við liafa hann o>g ekki öðru vísi. Og satt að segja tilbiðjum við liann sem þjálfara. Hvernig er félagsandinn í Handknatt- leiksdeildinni ? Mér finnst hann yfirleitt mjög góð- ur, og sem dæmi vil ég nefna þegar við fórum upp á Akranes um daginn, og lékum þar nokkra leiki, í öllum flokk- um. Það var eitthvað svo gaman á sjálfu ferðalaginu, talað og lilegið, engin keppnisspenna eða ávítur fyrir slæma sendingu eða leik. Og þó við værum búin að vera saman allan daginn, þótti sjálfsagt að enda þennan skemmtilega dag með smá samkomu og dansi í fé- lagsheimilinu, og þangað fóru allir beina leið ofan að! Ég vona að við förum fleiri svona smá kynnisferðir í vetur. Hvernig lízt þér á Islandsmótið ? Mér er ljóst að það verður erfitt að halda titlinum, því FH-stúlkurnar eru mjög góðar, en að sjálfsögðu æfum við af krafti, og gerum sem við getum. Hvað hefur þú leikið marga lands- leiki og hvaða keppni liefur þér þótt skemmtilegust ? Alls hef ég leikið 6 landsleiki, og væri gaman ef þeir yrðu 10, en úr því sker tíminn að sjálfsögðu. Skemmtileg- asti leikurinn er ég lief leikið var lands- leikurinn við Svíþjóð er við unnum 9:8. Það var nú stemning sem sagði sex! Ég var svo heppin að skora 2 mörk í leiknum, og það vildi svo til að ég skoraði 2 mörk í hverjum leik í því itióti. Segðu mér, verður ekki togstreita um það, hvort ykkar lijónanna eigi að vera „barnapía“ þegar bæði þurfa að æfa Framh. á bls. 18. Sigríður SigurSardóttir. ASal valkyrja okkar Valsmanna.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.