Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 17

Valsblaðið - 24.12.1962, Blaðsíða 17
VALSBLAÐIÐ 15 hjá einstaka manni. Stóðu eiginmenn sig vel í þessari keppni, ef frá eru taldar yfirsjónir eins og að gleyma að setja vatn í pottinn. Sigurvegari varð Pétur Antonsson og hlaut í verðlaun bókina „Lærið að matbúa“. Var hann vel að sigrinum kominn, hefur enda sennilega einhverja hagnýta reynslu í þessum efnum. Þá var frumflutt þarna nýtt leikrit eftir J. P. Alkan. Hét það „Lillý verð- ur slank án þess að fara í duftið“, og er gleðileikur í tveim þáttum með stolnum forleik úr þjóðsögunum. Er þetta leikur án orða með alvarlegum undirtón, þrungið þjóðfélagsádeilu. Leikendur voru eins margir og frekast mátti við koma og húsrúm leyfði. Hafðar voru tvær æfingar, sem að mestu fóru í kjaftæði. Leikurinn hófst á því, að slökkt voru ljós í salnum og sátu menn í myrkrinu dágóða stund. Þá var lúgan fram í eld- húsið opnuð og þulur, sem leikinn var af Róbert Jónssyni, las söguna um Djáknann frá Myrká. Fórst honum lesturinn vel úr munni. Þá var gerð stundar þögn svo menn gætu hugleitt efni sögunnar í myrkrinu og sett sig inn í aðstæður allar. Þá hélt þulurinn áfram að lesa. Hann las um langa og dapurlega haustnótt, þegar óveðrið liamast fyrir utan og allir draugar fara á stjá. Hann las um marr í stigum og önnur tilfallandi hljóð, en uppi á lofti eru hjón, sem ekki geta sofið, og bylta sér fram og aftur þar til konan segir: Stjáni, ert þú vakandi? Undir þessum lestri voru framkölluð tilheyrandi hljóð, svo sem marr í stigum og skellir í hurðum. Kom þá í góðar þarfir stig- inn upp á loftið og liurðin á Sófus. Eftir þennan lestur voru ljós tendruð að nýju. Annar þáttur gerist níu mánuðum síðar. Við erum stödd í biðstofu létti- stofunnar „Snót li.f.“. Var biðstofan sjálf, „Kumbaravogur“. Þátturinn liefst á því, að í salinn gengur maður, sem festir upp tilkynningu án svipbrigða, á hurð Kumbaravogs. Það skal tekið fram, að þetta er ekki maður, sem án svipbrigða festir upp tilkynningu, heldur maður, sem festir upp tilkynn- ingu án svipbrigða. Tilkynningin er frá lækni stofunnar, dr. Teikoff Þungal, þess efnis, að ekkert sé að óttast. Þenn- an mann með tilkynninguna lék Guð- mundur ögmundsson af tærri innlifun og skapaði skemmtilega persónu. Næst óð inn maður hinnar þunguðu eigin- konu og lék hann Sigmundur Tómas- son með mikilli reisn. Hann skildi hlut- verkið til fullnustu og grunuðu menn Sigmund um eitt og annað í þessu sam- bandi, að liann væri málinu kunnur, en svo mun ekki. Þá kom hin þungaða kona í salinn, heldur illa á sig komin. Það var nú reyndar karlmaður þegar betur var að gáð, Jón Carlson, og fór liann vel með hlutverkið. Sýndu nii Iijónin þarna liarða baráttu, hvort á sínu sviði, og mátti ekki tæpara standa þegar dr. Teikoff Þungal kom á vett- vang ásamt aðstoðarmönnum. Drifu þeir konuna inn í léttastofuna og skildu eiginmanninn einan eftir meðal áliorf- enda. Þeir opnuðu þó hurðina einu sinni eða tvisvar og hleyptu af slökkvi- tæki skálans. Lauk þessu svo með því, að það náðist sem eftir var sótt, og voru það fimm epli, ásamt saltstauk og ýmsu fleira. Leikendur voru klapp- aðir fram að leik loknum, og fengu að launum mold í dollu til að sá í blóma- fræum, því ekki reyndist unnt að ná í blóm. Kvöldvökunni lauk svoi með dansi. Daginn eftir fór svo fram skíðamót Vals og var allhörð keppni milli Pét- urs Antonssonar og Stefáns Hallgríms- sonar, en Pétur bar sigur úr býtum. Sýndi liann með þessu mikla fjölhæfni. Lauk svo þessari páskadvöl. Eftir þetta var ekki farið meira í skálann á starfsárinu. Það er mjög ánægjulegt til þess að vita, að nú virðist sem nýr kraftur sé að fæðast í Skíðadeildina. Það er hollt fyrir menn að skreppa um helgar upp í skála og dveljast þar í tæru fjalla- loftinu. O. 0. -k-K-k FULLTRÚARÁÐ VALS Fulltrúaráð félagsins hélt aðalfund sinn í júní í sumar og var stjórn þess þá þannig kjörin: Frímann Helgason formaður, Hrólfur Benediktsson og Agnar Breiðfjörð. Á haustmánuðum hafa verið lialdnir tveir fundir og var þar gerð áæthm um starfsemina í vet- ur, þar sem gert er ráð fyrir fundum mánaðarlega, og nokkuð breyttri fund- artilliögun. Ýms mál voru þar nefnd sem ráðið hugsar sér að vinna að, þann- ig að það geti orðið starfsemi félagsins sá baklijarl sem uppliaflega var til ætlazt. SÉRA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: Þegar jólin komu inn göngin — En erindið til þín í þetta sinn var, að mig langaði til að fá þig til að segja mér eitthvað um fyrstu endur- minningar þínar um jólin. — Já, velkomið, segir séra Friðrik. — Fyrstu jólaendurminningarnar mínar eru frá þeim árum, sem ég átti lieima í Garðshorni í Svarfaðardal. Þar var ég þriggja til fimm ára gamall. Það mun hafa verið á fyrstu jólunum, sem ég man eftir, að á jólanóttina var grenj- andi stórhríð. Ég man, að ég var frammi í búri rétt áður en jólin komu. Svo var allt í einu eins og þrammað úlifyrir bæjar- dyrunum, og síðan hrikti og brakaði í bæjarhurðinni. Pabbi fór út og opnaði dyrnar til að sjá, hvort nokkur væri kominn — nokkur væri á hlaðinu. Það var enginn, og ég varð hálf- hræddur um, að þetta liefði verið ein- hver forynja. Svo var kveikt á kertaljósunum og þá breyttist á dularfullan liátt allt viðhorf mitt og svipur allur. Jólin voru komin. Þau komu, að mér skildist, inn göngin og fylltu allt einliverjum unaðsleik. Allt var óvanalegt. Inn voru bornir diskar með stórum stöflum af liangi- kjöti, bringukollum og magálum. Stórir staflar af laufabrauði og kerti með liverjum diski. Kveikt hafði verið á einum fimm, sex kertum, sem loguðu liér og þar um baðstofuna. Kertið mitt var á rúmstuðl- inum — við höfðalagið á rúminu mínu. Ég sat hugfanginn og liorfði á kerta- ljósið. Þetta var eitthvað annað en venju- lega á kvöldin, þegar ekki logaði í bað- stofunni nema á einum grútarlampa. (Úr bók Valtýs Stefánssonar: Séra Friðrik segir frá). -k-K* IVi ET Það er spurning, livort að Svíi nokk- ur, sem tók þátt í handknattleik í ann- arri deildinni þar, liafi ekki sett lieims- met: Hann var með í 5 mínútur, og þetta kom fyrir: 1. Vísað úr leik í tvær mínútur. 2. Vísað aftur lir leik í tvær mínútur. 3. Meiddist og varð að yfirgefa völl- inn alveg.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.