Valsblaðið - 24.12.1962, Qupperneq 20

Valsblaðið - 24.12.1962, Qupperneq 20
18 VALSBLAÐIÐ hald, og lagði allt í þann fyrri, og fór í bað.En þá komu leiðtogar Mílan og kröfðust þess að ég héldi áfram, varð ég auðvitað að gera það. INTER SENDIR VARALH) I síðari hálfleik var það galdra- mennska og þol Gunnars Gren sem bjargaði mér. Þessi 42 ára gamli leik- maður hafði úthald á við ungling, og hljóp inn í eyðurnar, til þess að auð- velt væri að finna liann, og sendingar hans voru svo nákvæmar að það voru engir erfiðleikar að taka á móti þeim, þetta sparaði orku mína svo um mun- aði. Gunnar Gren sannaði enn einu sinni að hann ber nafnið með réttu, sem hann hefur fengið að auknefni, en það er „Prófessorinn“. Við vorum yfirleitt í sókn og komið er fram í síðari liálfleik, og brúnin á Inter-mönnum farin að þyngjast. Vit- um við þá ekki fyrr til, en að upp úr jarðgöngunum kom fimm óþreyttir og yngri leikmenn og taka stöður hinna fimm sem fyrir voru og fengu litlu áorkað. Þetta kom okkur í opna skjöldu, og snerist nú allt við og Mílan varð að leggjast í vörn. Þetta liafði víðar áhrif, Mílan-áhorf- endur vildu ekki taka þessu með þögn og þolinmæði. — I blöðum hafði stað- ið að aðeins mætti skipta um menn í fyrri hálfleik eða í leikhléi en síðan ekki. Þeim þótti því heldur brotin lög á sínum mönnum og mátti nú sjá víða um áhorfendapalla átök hörð og orða- skak, og voru víða áflog og smábar- dagar. Á þessum 15 mínútum, sem þessir ,,ólöglegu“ nýliðar Inter voru með, skoruðu þeir 2 mjög góð mörk. Við reyndum að sækja ef færi gafst og átti ég tvö þessi „gömlu góðu“ af löngu færi, sem skullu í stöngum, við dynj- andi lófatak áhorfenda. „JARÐARFÖR“ EFTIR ÓSIGUR Því má skjóta hér inn til gamans, að aðdáendur félaganna taka upp á ýmsu til að undirstrika gleði sína yfir sigri síns félags, og þá reynt að stríða hin- um sigruðu sem hægt er. Það má t. d. sjá eftir leik, sem Mílan hefur unnið, að aðdáendur félagsins gangast fyrir „jarðarför“. Bera þeir líkkistu, sveipaða fána Inter, um götur borgarinnar, og á það að tákna að nú sé ekkert annað að gera fyrir hinn sigraða, en að fara í gröfina. Getur „jarðarför“ þessi orðið æði mannmörg. Viðbrögð aðdáenda þess sigraða, sem verið er að bera til „graf- ar“, verða oft þau, að þeir standa á gangstéttum og kasta ýmsu lauslegu, skemmdum ávöxtum og öðru slíku að „líkfylgdinni“. Eru „jarðarfarir“ þess- ar gagnkvæmar eftir því hvor sigrar. Eftir leikinn var efnt til veglegrar veizlu, og leikmönnum afhentar minn- ingargjafir og æfintýrinu lokið. Daginn eftir fórum við Gunnar Gren í lieimsókn til forseta Mílan-félagsins, frá því við vorum þar, en liann dvelur á lieilsuhæli í Varese, og fréttum við síðar að við hefðum sloppið af þeim sökum við fjölda blaðamanna, sem leit- uðu okkar. Hann sendi mér síðar boð í brúð- kaup dótturdóttur sinnar, en ég gat ekki komið því við að fara. Ég er viss um að Gunnar Gren hefur líka fengið slíkt boð. Ég vil svo að lokum endurtaka það, að ég trúði varla skeytinu, þegar ég fékk það, um að koma til Mílan og leika með gömlu félögunum. En nú, þegar ég er kominn heim, trúi ég varla að þetta liafi skeð, að ég hafi farið, staðið mig vel, skorað ágætt mark, fé- lagarnir ánægðir, félagið mitt gamla ánægt, heyra í áhorfendunum, sem muna mann enn. Þetta er allt eins og eitt af æfintýrunum úr Þúsund og einni nótt! F. H. Viðtal viö Sigríði Sigurðardóttur Framh. af bls. 13. með flokkum sínum? (Guðjón bóndi Sigríðar er sem kunnugt er meistara- flokksmaður í Fram). Og sei, sei nei, um þetta er bezta samkomulag. Varð- andi veturinn í vetur höfum við gert svofelldan samning: Ég fer á æfingar á þriðjudögum og þá er hann heima. Á miðvikudögum fer hann svo á æfing- ar og þá er ég heima, og á föstudögum förum við bæði, en þá fáum við ein- hvern til að gæta barnsins, svo þú sérð að þetta er allt í lagi. Þegar hér var komið leit undirrit- aður á verðlaunabikara Vals sem voru á hillum í skrifstofuherbergi í íþrótta- húsinu, og varð að orði „þeir eru ó- RJARIMI GUÐBJÖRIMSSON fimmtugur Hinn 29. nóv. s.l. átti einn í hópi hinna ágætustu félaga Vals fimmtugs- afmæli. Það var Bjarni Guðbjörnsson, bankastjóri á Isafirði. Bjarni er Reyk- víkingur, fæddur hér og uppalinn. Ekki munu hin margvíslegu störf lians fyrir almennings heill rakin hér. Aðeins, um leið og honum er árnað heilla á merk- um tímamótum, skulu þökkuð marg- vísleg störf fyrir Val, fyrr á árum. En í Val liefur Bjarni verið óhvikull félagi um áratugi og er enn. Tekið mikinn þátt í félagsstarfinu, bæði sem leikmað- ur „á vellinum“ og sem fulltrúi í KRR og víðar. Alltaf traustur og öruggur, sannur vinur og félagi. I nafni Vals og allra Valsmanna flyt- ur Valsblaðið Bjarna innilegustu ham- ingju óskir og segir: Heill þér fimm- tugum með þökk fyrir samveruna á liðnum árum í leik og starfi. EB. venjulega gljáandi þessir“. Sigríður brosti svolítið feimnislega, og sagði: Við Hrefna Péturs tókum okkur til og fægðum þá um daginn, meðan Guðjón var í Danmörku með Fram, ég hafði svo góðan tíma, og ég hafði telpuna mína með mér, þetta var svo anzi gam- an. — Hvað vilt þú svo segja að lokum? Aðeins það, að telpurnar standi sam- an um liandknattleikinn og félagslífið í Val. F. H.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.