Valsblaðið - 24.12.1962, Side 24
22
VALSBLAÐIÐ
„Valur á aá semja prógramm“ um knatt-
spyrnukennslu fyrir ungu piltana
segir
ÓHB.
Jónsson
-K
Það þóttu góð tíðindi, þegar það
gpurðist, að Óli B. Jónsson hefði verið
ráðinn þjálfari Vals fyrir meistara- og
fyrsta flokk félagsins í knattspyrnu.
Félagið liafði verið í þjálfarahraki
um nokkur ár, og því hlaut það að vera
gleðiefni að fá svo reyndan þjálfara,
sem einnig liafði sýnt í verki, að hann
hafði náð góðum árangri og sýnt mik-
inn áhuga fyrir knattspyrnuíþróttinni.
Og við Valsmenn getum sannarlega vel
við unað, þann árangur, sem hann hef-
ur náð á liðnu ári.
Það þótti því sjálfsagt að Valsblað-
ið fregnaði um það hjá Óla hvernig
honum hefði fallið vistin í Val og hvort
hann væri ánægður með árangurinn í
sumar, og ennfremur hvað hann hefði
til mála að leggja varðandi knattspyrn-
una lijá félaginu.
Fer hér á eftir hvað hann hafði um
þetta að segja:
— Spurningunni um það hvort ég sé
ánægður með árangurinn í sumar, vil
ég svara: Já og nei. Með sjálfa knatt-
spyrnuna er ég ekki ánægður, en með
úrslitin í íslandsmótinu er ég í sjálfu
sér ánægður, að komast í úrslit er allt-
af eða ætti að vera nokkur mælikvarði
á lið. Það verður ekki sagt að heppnin
hafi elt okkur í leikjxmum í sumar,
fremur hitt.
Um liðið mætti segja, að vörnin er
sterk og góð, og sýnir það að Valur fær
næst fæst mörk í sumar. 1 framlímmni
eru ekki nógu harðir strákar og ekki
nógu „gráðugir“. Þeir eru liðugir leik-
menn, og það er gott og blessað fyrir
sig, en viss liarka verður einnig að vera
fyrir hendi. Lið, sem ekki á tvö kröft-
uga menn í framlínu, getur naumast
búizt við miklum árangri, eða að fá
miklu áorkað.
Gagnvart framtíðinni vildi ég segja,
að allt benti til þess, að nokkur bið
yrði á toppárangri, nema alveg sérstak-
lega yrði tekið á málum. Má í því sam-
bandi benda á, að í öðrum flokki eru
aðeins tveir menn sem hafa þá leikni annan
til að bera, sem þarf í meistaraflokk í
dag. Hins vegar eru það leikmenn
þriðja flokksins, sem lofa góðu, og þeg-
ar þeir koma til sögunnar ætti tími
Vals að koma fyrir alvöru.
Piltarnir í öðrum flokki, að tveim
undanskildum, hafa ekki nógu góða
knattmeðferð, það er þó möguleiki að
laga þennan ágalla, með þrotlausum
æfingum, þar sem leggja verður fram
mikinn áhuga, mikla þrautseigju og
mikinn vilja.
1 þessu sambandi vildi ég benda á,
að eitthvað virðist hafa verið hogið við
þjálfun og æfingar þessara pilta á und-
anförnum árum, að þeir skuli ekki ráða
yfir meiri leikni og kunnáttu, en raun
ber vitni.
Þess vegna bendi ég á, að félag eins
og Valur, með þessa aðstöðu, ætti að
tilnefna mann eða menn, sérfróða um
knattspyrnumál, sem semdu ákveðið
„prógram“ um tækniþjálfun ungu pilt-
anna í Val, sem sérstaklega yrði notað
við inniæfingar á vetrum, þar sem hinn
rauði þráður æfinganna yrði, að fara í
gegnum hin ýmsu atriði í meðferð
knattarins, og þar reynt að taka með
sem flest af því sem fyrir kann að koma
í leik. Ef þetta kæmist í framkvæmd,
og þjálfurum félagsins og leiðbeinend-
uin fyrirmælt, að fara eftir þessu „pró-
grammi“, og þeir sem það semja fylg-
ist með, er ugglaust að þeir piltar, sem
annars geta lært þetta, hafa fengið
mikla kunnáttu eftir að liafa farið í
gegnum þetta í fimmta flokki, fjórða
flokki og þriðja flokki.
Ef að þessu yrði horfið, ætti Valur
ekki að þurfa að kvíða því að upp í
flokk og meistaraflokk kæmu
piltar, sem ekki hefðu leikni fyrir þann
flokk.
Mér féll mjög vel við piltana í Val.
Það kom aldrei til neinna átaka við þá,
né forráðamenn deildarinnar, og öll
samvinna við þá var með miklum ágæt-
Sem sagt mér féll vistin vel hjá Val.
Að lokum vildi ég segja, að það væri
gaman að geta helgað sig íþróttinni al-
veg, en þegar maður verður að vinna
tíu tíma á dag og vera svo í þjálfun í
nokkra klukkutíma á kvöldi, er erfitt
að ná langt. Mér virðist því vera tími
til kominn að skólarnir taki leikinn
meira upp á sína arma og að liann verði
kenndur þar, sérstaklega þegar fer að
vora. Þá virðist manni, sem piltunum
ætti að vera eins hollt og heppilegt að
fara út með leikfimikennara sínum og
spretta úr spori í knattspyrnuleik.
F. H.
„Að reyna sjálfur, og hjálpa sér sjálfur, ætti að vera
kjörorð handknattleiksmanna Vals“
Tíðindamaður Valsblaðsins leit rétt
sem snöggvast inn á æfingu hjá hand-
knattleiksfólki Vals um daginn, og var
þar mikið um að vera.
I smá hléi, áður en æfingin hjá
meistaraflokki karla byrjaði, hitti hann
þjálfara flokksins Birgi Björnsson.
Handknattleiksdeildin var svo Ijón-
heppin að fá Birgi til sín, einmitt þeg-
ar allar dyr með þjálfara virtust lok-
aðar.
— segir Birgir Björnsson
Birgi þarf ekki að kynna fyrir Vals-
mönnum, eða öðrum áhugamönnum um
handknattleik, til þess hefur hann kom-
ið það mikið við sögu handknattleiks-
ins, fyrst sem snjall leikmaður í liði
FH og fyrirliði þar, eldmaðurinn og
áhugamaðurinn um allt er varðar
handknattleik. Ennfremur má benda á
þátt hans í landsleikjum Islands und-