Valsblaðið - 24.12.1962, Side 25
VALSBLAÐIÐ
23
Birgir Björnsson.
„Valnr á góöan efniviS, ■—• á aö geta gert hlut
jélagsins gó'öan“.
anfarið. Hann liefur einnig sýnt að
hann hefur góð tök á þjálfun, og hafa
flokkar, sem hann hefur þjálfað, náð
góðum árangri. Þegar þetta er ritað er
ekki vitað hvort Valsmenn verða svo
lánsamir að lialda honum lengur, en
eins og Þórarinn segir í viðtali við blað-
ið, er það undir Valmönnum sjálfum
komið, hvort þeir sæki æfingar þann-
ig, að Birgir telji að það verði væn-
legt til árangurs.
Þegar Birgir var spurður um álit sitt
á handknattleiknum í Val og framtíð
hans, sagði hann með sinni alkunnu ró,
en þó festu:
— Meistaraflokkurinn er sundurlaus,
eins og liann er núna, og ég held að
hann sé það bæði félagslega og eins
íþróltalega. Mér þykir það ekki nógu
gott, að það líði 2—3 æfingar á milli
að sumir þeirra komi.
Valur á góðan efnivið, en það tekur
langan tíma að vinna úr þeim efnivið.
Þeir yngri eiga að geta gert hlut fé-
lagsins góðan, ef þeir lialda saman.
Ef ég verð við þetta mundi ég byrja
á því strax eftir áramótin að taka þá,
sem ganga upp, og samæfa þá, og þá
fáum við fleiri menn. Þeir eldri, sumir
hverjir, yrðu að víkja, og reyna svo að
halda hópinn í sumar. Þá er hægt að
nota tímann betur, þá er ekkert sem
rekur á eftir eins og inni í húsunum.
Þá geta menn tveir, þrír eða fjórir, ef
þeir hafa vilja, farið út á grasflöt eða
völl og leikið sér að knetti. Við það
vinnst líka að strákarnir eru saman,
og ég vil benda á, að það sem hefur
verið okkur FH-ingum happadrýgst eru
einmitt þessar æfingar á sumrin úti.
Það er vitað mál að því meiri snerting,
sem maður hefur við knöttinn, því
meiri tilfinningu fær maður fyrir hon-
um. Þessar æfingar eru því gulls ígildi,
og menn verða að skilja, að það er
ákaflega þýðingarmikið, að menn reyni
sjálfir að þroska sig, ná sem mestum
árangri, hjálpa sér sjálfir.
Og þetta er liægt, þó sá sem er til
aðstoðar, sé aðeins einn eða tveir félag-
ar, mark eða veggur, sagði Birgir að
lokum.
1 jólablaðinu í fyrra átti Valsblaðið
viðtal við Magnús Bergsteinsson um
knattspyrnuna í Val, og sagðist hann þá
„vona að manni liði betur á áhorfenda-
pöllunum næsta sumar“. Nú hefur blað-
ið farið til Magnúsar og spurt liann
hvemig honum hafi liðið s.l. sumar, á
áhorfendapöllunum, og hvað hann vilji
segja um meistaraflokkinn eins og hann
lék í sumar.
Fer það hér á eftir:
Mér leið mikið betur í sumar en í
fyrra! Liðið sýndi yfirleitt ágæta knatt-
spyrnu, og mér fannst að þeir befðu
átt að vinna íslandsmótið, þrátt fyrir
allt. Þeir hefðu ef til vill átt að tapa
fyrir KR í annarri umferðinni, en aft-
ur á móti að sigra Akureyri og Fram í
úrslitaleiknum, en þar eyðilagði veðrið
allt fyrir þeim.
Þrátt fyrir þetta fannst mér þeir eiga
of misjafna leiki, og eiga til að detta
niður hluta af leikjum, nema hvað þeir
voru mjög lélegir gegn Fram í Bikar-
keppninni, einmitt þegar þeir áttu að
sýna kraft og ákveðinn leik, eftir ósig-
urinn í Islandsmótinu. Þá áttu þeir
verulega að berjast.
Annars sýnir það nokkuð getu þeirra,
að í leikjunum gegn beztu liðunum fá
þeir 3 stig, og það sem þeir komust
gerðu þeir með sæmilegum leik.
1 leik þeirra vantar þó meiri keppn-
ishörku. Þeir mega tileinka sér keppn-
ishörku KR þegar mikið við liggur. Ég
hef trú á því að þessir strákar eigi
framtíð fyrir sér, ef þeir taka þetta með
alvöru. Satt að segja fannst mér liðið
það gott, að ég bjóst við meiru af því
í hverjum leik, og í rauninni var ég
aldrei kvíðinn fyrir leik.
Ég er sannfærður um að Óli B. Jóns-
son hefur haft mjög góð áhrif á strák-
ana, og ég vona að Val takist að halda
honum að minnsta kosti næsta ár.
Ýmislegt er það í leikninni sem þá
vantar, og má nefna skalla, en þar eru
þeir næsta slappir og greinilegt er, að
þeir æfa ekki skalla. Sendingar eru líka
oft of ónákvæmar og eins skotin. Þeir
hafa líka þann galla, að vera ekki nógu
hreyfanlegir í leik, þeir koma ekki nóg
til lijálpar við þann sem hefur knött-
inn, sem oft endar í því að hann lendir
í vandræðum með hvert á að senda, og
samleikurinn gliðnar og rennur út í
sandinn.
Hvað vildir þú að lokum ráðleggja
þeim?
Fyrst og fremst að æfa af krafti, og
taka hverja æfingu eins alvarlega og
kappleik. Leggja áherzlu á skallann og
æfa „veiku hliðarnar“ í knattmeðferð-
inni.
Temja sér lireyfanleik í leikjum og á
æfingum, lilaupa inn í eyður og vera
alltaf til taks. Temja sér meiri karl-
mennsku í leik, og hætta allri eftirgjöf.
Það er þetta sem verður að breytast.
Ég lield líka, að þ essir ungu menn
hefðu gott af því að starfa saman að
verkefnum fyrir félag sitt, þar geta þeir
spjallað saman, þar geta þeir líka fund-
ið þann anda, sem þarf að ríkja í hverju
liði. Þar mundu þeir kynnast betur en
á æfingum og í leik. Þeir mtmdu ef til
vill komast nær þeim kjarna, sem þarf
að vera í hverju félagi, þeir mundu þá
líka skilja, að Valur á að vera og er
meira en félag til að spyrna knetti. Ég
vil álíta að á þeim tíma, sem Val gekk
bezt, liafi það verið bjástrið við valla-
byggingar og fleira sem þjappaði okk-
ur saman betur en nokkuð annað. Þar
höfðum við sameiginlegt áhugamál til
að berjast fyrir, og það örfaði til bar-
áttu í leik einnig.
Sem sagt að þar fundum við kjarn-
ann í því að vera félagar í Val.
F. H.