Valsblaðið - 24.12.1962, Side 26
24
VALSBLAÐIÐ
ALFREDO DI STEFANO
Um fáa knattspymumenn hefur verið
meira rætt síðustu 10 árin, heldur en
Alfredo di Stefano, en hann hefur leik-
ið með spánska liðinu Real Madrid síð-
an 1953, og hefur orðið þar að þjóð-
hetju og nokkurskonar dýrlingi.
Alfredo di Stefano er fæddur í River
Plate í Argentínu í janúar 1925.
Hann var orðinn 16 ára, þegar hon-
um var veitt athygli fyrst, og litlu síðar
var hann orðinn „stjarna“ á knatt-
spyrnuhimninum. Fyrst var hann í fé-
laginu River-PIate í Buenos Aires, en
það félag hefur 66,000 félagsmenn.
Um þetta leyti varð til í Kolumbía
knattspyrnukeppni, sem kölluð var
,,villta“ deildin, þar sem um var að
ræða nokkurskonar knattspymu-sirkus,
sem hafði verið stofnað utan við lands-
sambandið, og safnaði að sér stómm
hópi knattspymusnillinga, víðsvegar að
úr heiminum. Auðvitað var Stefano
einn þeirra, enda var þeim boðið gífur-
legt kaup. Þar varð di Stefano snilling-
ur snillinganna. Þrátt fyrir allar þær
milljónir, sem þar ultu (félagið, sem
hann var í var kallað ,,Miljonaris“!),
fór samt svo, að þessi ,,villta“ deild
varð gjaldþrota. Þá er það sem Real
Madrid kaupir hann. Það merkilega
skeður, að annað spánskt félag vill
einnig fá hann, og greiðir fyrir hann
hærri upphæð en Real Madrid hafði
gert, það er River-Plate, sem selur í
bæði skiptin, því það hafði aðeins lán-
að Stefano til Kolumbía, en ekki selt.
Þetta leit ekki vel út. Stefano var
orðinn félagi í tveim félögum í sama
landi! Fjöldi skeyta barst til FIFA víðs
vegar að af Spáni, og lausn varð að
fást á máli þessu.
SALOMONSDÓMUR
Eftir stuttar umræður komust menn
að þeirri niðurstöðu, sem minnir á
Salomonsdóminn fræga: Di Stefano
skal skipt á milli félaganna tveggja!
Ekki skyldi það gert með exi, heldur
átti það að gerast á þann hátt, að þau
skyldu hafa hann sitt árið hvort! Skyldi
dregið um hann í fyrsta sinn, og fór
það svo að Barcelona vann hlutkestið,
og skyldi hann leika með því félagi
fyrsta árið. Þegar fyrsta árið var liðið
fannst forráðamönnum Barcelona að
þessi fyrrverandi Argentíunmaður væri
nú, þrátt fyrir allt, ekki neitt sérstakt!
Að minnsta kosti var það látið svo
heita, en talið er, að á þeim tíma hafi
félagið verið í fjárhagskröggum, og svo
mikið var víst, að Real greiddi nú fyrir
hann nokkru hærri upphæð en það
gerði í fyrstu. Er sagt, að framkvæmda-
stjóri Real, Senor Barnabeau, sem skap-
að hefur Real, eins og það er í dag,
hafi greitt þá upphæð með mikilli á-
nægju. (Um 3 millj. ísl. króna, en í
fyrra sinnið um 2,5 millj.!).
Barnabeau sagði kunningja sínum
síðar, að þrátt fyrir það, að hann hafi
kostað Real alltað 6 millj. ísl. króna,
að þá hafi þetta verið reifarakaup.
MEIÐIST SJALDAN
Það er talið margt, sem einkennir di
Stefano, sem knattspyrnumann, og þó
fyrst og fremst leikni hans með knött-
inn og næmur skilningur hans á því
hvað flokksleikur er. Þó mun það þykja
einna merkilegast við Stefano, hvað
honum tekst að forðast meiðsli í leikj-
um. Þegar hann hafði leikið 100 leiki
með Real, eða rúmlega það, hafði hann
aldrei þurft að boða forföll vegna
meiðsla, og þykir það einsdæmi. Því
er ennfremur lialdið fram, að frá því
að hann byrjaði að leika með River-
Plate, liafi hann ekki þurft að boða
forföll oftar en 10 sinnum! Mun enginn
leikmaður, sem leikið hefur svo lengi
í hinni hörðu atvinnumennsku, haft svo
fá forföll, og má nærri geta livaða fjár-
hagsþýðingu það liefur fyrir það lið,
sem hefur slíkum manni á að skipa.
Enn eitt kemur til, sem gerir Stefano
svo sérstæðan, en það er hve marka-
sæll hann er. Til þessa hefur hann skor-
að 424 mörk fyrir Real, og um daginn
lék hann 500. leik sinn fyrir það, og
var þá mikið um dýrðir hjá félaginu.
1 þeim leik skoraði hann bæði mörk-
in sem Real gerði. Var þessi afmælis-
leikur gegn Barcelona, félaginu, sem
hann byrjaði hjá og þótti ekki mikið
til hans koma!
MARGT LlKT OG
HJÁ MATTHEWS
Sagt er að margt sé líkt með þeim
di Stefano og Stanley Matthews hinum
brezka. Báðir segja, að knattspyma
skuli iðkuð með fótunum (Matthews
skallar mjög sjaldan). Það kom einu
Di Stp.jano.
sinni fyrir að útherji sendi knött fyrir
markið. Til mikillar furðu fyrir leik-
menn og áhorfendur þaut di Stefano
fram og skallaði. Að vísu fór knöttur-
inn hátt yfir, en aðeins það að hann
skyldi skalla var stór viðburður! Þegar
Stefano var síðar spurður hvers vegna
hann notaði ekki höfuðið til að skalla
með, svaraði hann samstundis, að hann
notaði það aðeins til að setja hattinn
á það!