Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 28
26
VALSBLAÐIÐ
Danmerkurför 2. flokks Vals 1962
Það var léttstígur hópur Valsmanna,
sem fór um borð í Gullfoss 14. júlí s.l.
Þetta voru 17 drengir úr 2. flokki á-
samt þremur fararstjórum, og höfðu
tveir þeirra eiginkonurnar með.
Á 50 ára afmæli Vals, sumarið 1961,
komu þrjú knattspyrnulið til Islands í
boði knattspyrnudeildar félagsins. Eitt
þeirra var 2. flo.kkur frá Lyngby Bold-
klub í Danmörku. Dvaldi sá bópur hér
í 16 daga og var ákveðið, að Valsmenn
kæmu í gagnkvæma lieimsókn til þeirra
að ári liðnu. — Það ferðalag var að
liefjast fyrrnefndan júlídag.
Á leiðinni út vorum við öll á 3. far-
rými. Þó að aðstæður séu þar nokkuð
frumstæðar, þá fór ágætlega um okk-
ur. Sjóveður var ágætt alla leiðina, þó
að sólskin væri lítið, og má segja, að
sjóveiki hafi lítið gert vart við sig. Um
borð höfðum við ýmislegt fyrir stafni.
Þar var m. a. teflt og spilað og tals-
vert sungið á kvöldin.
Eins og kunnugt er, kemur Gullfoss
við í Leith í hverri sumarferð, og held-
ur þar kyrru fyrir í einn dag. Verður
þá oft nokkuð kapp í farþegum að
komast sem fyrst upp í Edinborg til
að verzla, eða a. m. k. var svo í þetta
sinn. Þangað fór hver einasti farþegi,
og þar var hlaupið á milli verzlana og
mikið keypt, einkum alls konar fatn-
aður. Kom glöggt í ljós, að afgreiðslu-
fólk í stórverzlunum þarna þekkir vel
til Islendinga og veit, hvenær von er
á Gullfossi.
Ferðin frá Leith til Kaupmannaliafn-
ar gekk einnig ágætlega, og þar lagð-
ist Gullfoss að bryggju kl. 8 að morgni
19. júlí. Þar voru mættir nokkrir dreng-
ir frá Lyngby, og einnig báðir farar-
stjórarnir, er komið höfðu til Islands
í boði Vals sumarið áður, þeir Richard
Sörensen og Villy V. Jensen. Voru þeir
í móttökunefnd hjá Lyngby Boldklub
og báru veg og vanda af allri okkar
dvöl þar.
Eftir að við höfðum farið í gegnum
„tollinn“ án nokkurra erfiðleika, þá
stigum við upp í stóra bifreið og ók-
um inn í borgina. Ekki var laust við,
að margir rækju upp stór augu, þegar
ekið var um miðborgina, enda höfðu
fáir komið til Hafnar áður.
Lyngby er sjálfstætt bæjarfélag, fast
við Kaupmannahöfn, og telur um 60
þús. íbúa. Fyrsta morguninn ókum við
beint að gömlu iðnskólahúsi, sem skyldi
vera aðalaðsetur okkar. Þar fengum við
til afnota fjórar skólastofur, en í þeim
liafði verið komið fyrir beddum o. fl.
I skólanum fengum við morgunverð, og
var svo alla dagana, sem við dvöldumst
þarna. Hins vegar borðuðum við alltaf
á lieimilum, bæði hádegisverð og kvöld-
verð. Þannig kynntumst við betur fólk-
inu sjálfu og hinni dönsku gestrisni, —
að hinum danska mat ógleymdum.
Húsvarðarhjónin í skólanum, herra
og frú Andersen, gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð, til að dvöl okkar þar yrði
sem ánægjulegust, og munum við lengi
minnast vinsemdar þeirra.
Fyrsta daginn fengum við dagskrá,
þar sem öll dvöl okkar hafði verið
skipulögð. Vorum við mjög ánægð með
allt, sem þar var ákveðið, og er
skemmst frá því að segja, að þessi dag-
skrá stóðst út í yztu æsar.
Ekki er mögulegt að lýsa í fáum orð-
um því, 6em fyrir augun bar þessa
16 daga, sem við vorum þarna. Þó vil
ég drepa á nokkur atriði, sem mér eru
minnistæð, enda þótt það verði frekar
upptalning en ýtarleg frásögn.
Strax fyrsta daginn féllum við í stafi,
þegar við skoðuðum Lyngby Stadion og
íþróttasvæðið þar í kring. Við aðalvöll-
inn er áhorfendasvæði fyrir 12.000
manns. Þá eru þar 12 æfingavellir fyrir
knattspyrnu, og fjöldi af minni völl-
um fyrir handknattleik, tennis, frjálsar
íþróttir o. fl. Knattspyrnuvellirnir
liggja saman sex og sex, en á milli
þeirra og allt í kring er fagur trjá-
gróður, ýmist stór tré eða runnar.
Iþróttahúsið sjálft er nýbyggt, fullgert
1961, og talið eitt fullkomnasta í Dan-
mörku. Þar er stór íþróttasalur með
gífurlegu áhorfendaplássi, en hitt
fannst okkur þó nýstárlegra, að sjá alla
litlu salina og herbergin fyrir hinar
ýmsu íþróttir, er við þekkjum lítið til,
svo sem róður, skotfimi, lyftingar,
keiluspil, borðtennis o. s. frv. Þarna
eru 12 búningsherbergi með tillieyr-
andi böðum, og svo eru a. m. k. þrír
fundarsalir, sem liver um sig tekur um
100 manns.
Næsta dag var okkur boðið til há-
degisverðar í ráðhúsi borgarinnar
Valsmenn kvaddir af forystumönnum Lyngby Boldklub, viö brottförina frá Danmörku.