Valsblaðið - 24.12.1962, Page 29

Valsblaðið - 24.12.1962, Page 29
VALSBLAÐIÐ 27 ÞaS er „litiS upp“ til þessara f.ulltrúa Vals, sem eru á leiS til kóngsins Kaupmannahafnar. Borgarstjórinn tók þar á móti okkur og stjórnaði borðhaldinu. Þarna var sérstaklega frjálslegt og glatt á hjalla, og skemmtum við okkur prýðilega. Laugardaginn 21. júlí var okkur boð- ið á veðreiðar. Þær voru talsvert til- þrifameiri en hjá okkar ágæta „Fák“ við Elliðaárnar, og höfðum við rnikla ánægju af, þrátt fyrir dálitla rigningu. Um kvöldið fóru flestir út á Dyrehavs- bakken og skemmtu sér stórkostlega, ekki sízt þeir sem héldu sig í „Twist- salnum“. Daginn eftir lékum við fyrsta leik okkar við B-lið Lyngby. Utlitið var ekki glæsilegt í liálfleik, því að þá höfðu Danirnir gert tvö mörk, en við ekkert. Sem betur fór, þá snerust hlutirnir við í seinni liálfleik og tókst okkur þá að skora 5 mörk, og lauk leiknum með sigri okkar 5:2. Mánudaginn 23. júlí skoðuðum við hið fræga sjávardýrasafn, Danmarks Akvarium, og var það bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ákveðið hafði verið að fara í sólbað á ströndinni við Bellevue, en heljarmikil rigning kom í veg fyrir það. Næsta morgun skoðuðum við Carls- berg-verksmiðjurnar og höfðum þá leið- sögumann, sem sagðist hafa verið dáti á „Fyllu“, og komið til Islands fyrir ca. 50 árum. Hann talaði stanzlaust á meðan liann sýndi okkur herlegheitin, og þagnaði ekki fyrr en í veitingasaln- pm, þar sem gestir fá að smakka á fram- leiðslunni. Eftir liádegi fórum við í dýragarðinn og dvöldum þar lengi dags, enda margt óvenjulegt og skemmtilegt, sem ber þar fyrir Islendingsaugu. Á miðvikudagskvöld 25. júlí lékum við svo annan leik okkar gegn AB Bags- værd. Var ekki laust við, að glímu- skjálfti væri í okkar mönnum fyrir þann leik, enda höfðu þeir tapað í Reykjavík fyrir þessu liði ári áður. En þarna tókst að liefna fyrri ófara, því að okkar menn spiluðu mjög góðan leik, sennilega sinn bezta í ferðinni, og sigr- uðu með 3:0. Á föstudagskvöldið 27. júlí fórum við í Cirkus Scliumann, og var það mikil og fjölbreytt skemmtun. Með okkur komu félagar okkar og gestgjafar frá Lyngby, og gerði það kvöldið enn eftir- minnilegra. Daginn eftir lékum við svo þriðja leikinn í ferðinni, og nú við Danmerk- urmeistarana í 2. flokki A-lið Lyngby. Framan af var leikurinn jafn, en svo fór að lokum, að Danirnir náðu yfir- liöndinni og sigruðu með 7:3. Nokkur álirif liafði það á lið okkar, að leikur- inn fór fram í miklum liita, og léku sumir liðsmenn okkar langt neðan við venjulega getu. Sunnudaginn 29. júlí fórum við í Kaupmannahafnarferð og skoðuðum m. a. Kristjánsborgarliöll og Kastrup-flug- völl. Um kvöldið var okkur boðið til veizlu í Tivoli, og þar á eftir skemmt- um við okkur í hinum ýmsu skemmti- stöðum. Á miðnætti horfðum við svoi á flugeldasýninguna, sem var mjög glæsi- leg. Næsta dag spiluðum við fjórða leik- inn, og var liann við Hvidovre. Okkur liafði verið sagt, að þetta lið væri mjög sterkt og að við myndum áreiðanlega bíða lægri lilut. En það fór á annan veg, enn náðu qkkar menn sér vel á strik og sigruðu með 3:0. Þriðjudaginn 31. júlí höfðum við al- veg frjálsan til okkar umráða. Var þá ákveðið að skreppa yfir til Svíþjóðar. Fórum við með ferju yfir til Lands- krona og dvöldum þar í nokkrar klukkustundir. Þeir, sem enn áttu eitt- livað eftir af gjaldeyri, keyptu þar ým- islegt, en slíkir inenn voru nú orðnir fágætir í hópnum. Daginn eftir lékum við síðasta leik okkar við Virum Boldklub. Gekk okk- ur ágætlega og sigruðum við með 4:2. Fimmtudaginn 2. ágúst fórum við í langferðabíl um Norður-Sjáland. 1 þeirri ferð skoðuðum við m. a. Kron- borgarhöll. En þó liallirnar séu glæsi- legar, þá hreifst maður ekki síður af liinu fagra landslagi og liinum litríka gróðri, sem er á þessum slóðum. Hr. E. Yde, sem lengi liefur verið form. S.B.U., tók þátt í þessari ferð. Hann er mikill Islandsvinur, og á marga vini meðal ehlri félaga í Val. Hann bað okkur að skila kveðjum til þessara vina sinna, og er það liér með gert. Síðasta kvöldið, sem við dvöldum í Lyngby, var lialdið kveðjuhóf fyrir okk- ur í fundarsölum íþróttahússins. Voru þar margir saman komnir, bæði gest- gjafar okkar og félagar, og ýmsir for- ystumenn íþróttamála. Þarna var skipzt á gjöfum og margar ræður fluttar. Minnistætt verður okkur öllum, þegar sýnd var kvikmynd, sem Danirnir liöfðu tekið í Islandsferð sinni, og hve mikla hrifningu hún vakti. Var augljóst, að samstarf félaganna Lyngby Boldklub og Vals liafði orðið báðum aðilum til gagns og gleði, og minntust margir á, að æskilegt væri, að þetta samstarf liéldi áfram á komandi árum. Á liádegi laugardaginn 4. ágúst kvöddum við hina dönsku vini okkar, og stigum aftur um borð í Gullfoss. Heimferðin gekk að óskum, þótt veðrið liefði stundum inátt vera betra. Til Reykjavíkur komum við snemma að morgni 9. ágúst. Þá var þessari við- burðaríku ferð lokið, sem okkur öllum hlýtur að verða óglevmanleg.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.