Valsblaðið - 24.12.1962, Síða 30
28
VALSBLAÐIÐ
BEZTA RÁÐIÐ, SEM MÉR VAR GEFIÐ
Ég var aðeins fimmtán ára gamall,
er sundkennari íþróttafélags Illinois,
William Bachrach, fór að veita mér
sérstaka athygli, og er ég hafði þjálfað
stutta stund undir handleiðslu hans, gaf
hann ráð, sem ég hef jafnan fylgt síð-
an, jafnt á láði sem legi.
Dag eftir dag var þjálfað og æft.
Bach athugaði nákvæmlega sundtök og
andardrátt, viðbrögð mín og snúninga.
Hann kenndi mér að lialda skrokkn-
um vel uppi -—- að synda ofan á vatn-
inu, en ekki í gegnum það. Og smám
saman fór árangurinn af erfiði voru að
koma í Ijós. Mér tókst að synda 100
stikna vegalengd á 52 sek. með frjálsri
aðferð. En við þjálfun mína var þó sá
galli, að ég æfði alltaf í sömu sund-
lauginni.
Félagið átti sérlega góða sundlaug.
Henni var skipt í brautir, með breið-
um svörtum strikum í botninum, sem
sundmönnunum var auðvelt að „stýra“
eftir. Mér varð ekki ljóst í fyrstu, að
ég hafði ósjálfrátt gert mig háðan þess-
um brautum. Mér var ekki hægt um
vik að halda réttri stefnu án þeirra.
Bach var þetta heldur ekki Ijóst í
fyrstu, eða þar til að hann „tók tíma
minn“ í sundlaug, sem ekki var skipt
í brautir. En þar var ég einum fimmta
úr sekúndu seinni sömu vegalengd en
í hinni lauginni, er ég var vanur að
synda í. Bach lét mig synda laugina á
enda, hvað eftir annað og fylgdist ná-
kvæmlega með mér. Síðan þaut hann
upp og hrópaði. „Johnny, þú syndir
ekki beint. Þig ber af leið, ýmist til
hægri eða vinstri. Þú ert bókstaflega
víxlaður á sundina. Það er vegna þess
að þú hefur ekki svörtu strikin til að
stýra eftir“.
Hann þreif af sér hattinn og kastaði
honum á viðbragðspallinn og skipaði
mér síðan að fara að hinum enda laug-
arinnar. Svo sagði hann: „Jæja, lags-
maður, nú er hatturinn takmark þitt.
Dragðu upp í huga þínum beina línu
milli þín og hans, og syntu svo eftir
þessari ímynduðu línu. Fylgdu eigin
stefnu, þá muntu hratt og örugglega
ná settu marki“.
Þessi ráðlegging átti sinn meginþátt
í, að tryggja mér fimm sigra á tveim
Olympíuleikum, auk þess sem ég, á
sundferli mínum, bar sigur úr býtum í
52 meistarakeppnum í Bandaríkjunum
og „setti“ 67 heimsmet. Frá þeirri
stundu, að minn góði þjálfari gaf mér
þetta ráð, hefur það verið mitt leiðar-
Ijós. Ég hef aldrei síðan látið neina af-
markaða eða fyrirfram ákveðna línu
móta stefnu mína. Ég hef sjálfur á-
kveðið stefnuna og stýrt beint að marki.
Skömmu fyrir keppnina í Olymíu-
leikunum árið 1928, fékk ég skyndilega
sinadrátt í hægri fótinn. Ég varð dauð-
hræddur um að þjálfarinn myndi harð-
lega neita að ég tæki þátt í keppninni.
í tvo daga reyndi ég af öllum mætti að
dylja þetta, m. a. með því að rétta ekki
úr fætinum. En mér versnaði aðeins.
Skyndilega varð mér ljóst, að ég hafði
tekið ranga stefnu, að ekki dygði að
leyna annmarkanum eða gallanum, að-
eins til þess að fá að vera með, heldur
hitt að fá þetta lagfært, svo ég gæti
sigrað. Ég skýrði síðan þjálfaranum
hvað væri að. Var ég þegar skoðaður
nákvæmlega og að því búnu „tekinn til
meðhöndlunar“ svo að dugði. Er á
hólminn kom, var ég ekki aðeins fær
um að taka þátt í keppninni, heldur
gjörsigraði ég alla keppinauta mína.
Hefði ég ekki áttað mig í tíma, er eng-
inn vafi á því, að allt hefði mistekizt
fyrir mér. Hér sannaðist, frekar en
nokkru sinni hollráð Bach, um að hafa
augun opin á markinu, en ekki aðeins
leiðinni að því.
Það voru spennandi tímar, sem fóru
í hönd, er að því kom að kvikmynda
skyldi Tarsan-sögurnar, og mér var fal-
ið „titil-hlutverkið“. Kvikmyndamenn-
irnir voru ekki í neinum vafa um, að
mér myndi engin skotaskuld verða úr
því að skila lilutverkinu að því er til
hins líkamlega atgjörvis tæki. Hins veg-
ar voru þeir all-efagjarnir um liæfileika
mína, sem „kvikmyndaleikara“ Ég fékk
skipun uin að hverfa að nokkru að leik-
listamámi og það gerði ég. Kennurum
mínum kom saman um, að breyta þyrfti
sundstíl mínum, svo að hann yrði glæsi-
legri á kvikmyndatjaldinu. Ég reyndi
að fylgja „nýskipan“ þeirra í reynslu-
kvikmyndinni, en það tókst vægast sagt
hörmulega. Árangurinn varð sá, að á
tjaldinu birtist sundmaður sem ekki
gat leikið og leikari sem ekki gat synt.
Nú var mér, satt að segja, öllum lok-
ið. Ég símaði þegar til Bachrach. „Þetta
er ekki hægt“, sagði ég. ,j£g get aldrei
orðið kvikmyndaleikari“.
Það varð löng þögn, þar til minn
gamli og góði þjálfari svaraði: „Johnny,
þú hefur misst sjónar á takmarki þínu.
Þú stýrir skakkt. Þú vilt vissulega mjög
gjarnan leika Tarzan. Allt í lagi. Tarz-
an var snjall sundmaður. Það ert þú
einnig. Hættu að hugsa um hvernig
leika skal. Vertu þú sjálfur. Dragðu
upp í huga þér ákveðna línu — og
stýrðu svo eftir henni. Skapaðu sjálfur
þína eigin stefnu til að fara eftir“.
Ég fór að ráðum vinar míns og þjálf-
ara, og þegar næsta reynslumynd var
sýnd, urðu forráðamenn kvikmyndafé-
lagsins stórlega ánægðir. Þeir óskuðú
meira að segja til hamingju með hvað
vel mér liefði gengið leiklistarnámið og
hversu mikill leikari ég væri orðinn. 1
rauninni skeði ekki annað, en að ég
gerði aðeins það, sem ég hafði ákveðið,
án þess að reyna að hugsa um hvemig
Sundkappinn Weissmiiller — Tarzan — á sundi.