Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 62
30
ÓI.AFUR S. THORGEIRSSON.
um í September-mánuöi. Þar höföu frændur þeirra hjóna
tekiö sér bólfestu. f borg þessari dvaldi Helgi hálft þriöja
ár; stundaöi hann þar daglaunavinnu; staða sú sýndist honum
ekki vera arðberandi fyrir sig og niðja sína, og tók hann sig
því upp vorið 1884 og flutti til Akra í Noröur-Dakota. Festi
Helgi þar land með forkaupsrétti; bjó hann þar hin næstu
þrjú ár; þá var orðið þröngbýlt þar í sveitum og ekki kostur
á heimilisréttarlöndum. Helgi nam þar ekki yndi og sýndist
því að leita annarsstaðar fyrir sér. Tók hann sig upp snemma
í Nóvember 1886, ásamt sex mönnum öðrum. í liði Helga
voru þeir -Jón stjúpsonur hans og Guðnmndur Frímann, stjúp-
sonur Lárusar Frímanns, bónda við Akra.
Héldu þeir félagar beint i vestur og léttu ekki ferö sinni
fyrr en þeir komu vestur fyrir Turtle Mountain, og þaöan
sem leiðir liggja ofan á brúnir hins fagra Mouse River dals.
Námu þeir félagar staðar á nesi einu, sem gekk út í ána.
Helgi leit yfir héraðið og sýndist fagurt og búsældarlegt,
fanst honuni sjálfsagt áð hér yrði framtíöar land niöja sinna.
Mjög sennilegt, að hönum hafi dottið í hug orð skáldsins um
Gunnar á Hlíðarenda.: ‘‘Hér mun eg una æfi minnar daga,
alla, sem guð mér sendir." Félögum Helga leizt ekki eins
vel á landiö; munu þeir hafa sagt kost og löst á og dvöldu
stutta stund í dalnum. Helgi varð eftir einn sinna manna og
leitaði brátt eftir vinnu og fékk hana hjá hjarðmanni einum,
við að draga heim hey um veturinn ; kaupið var 10 dollarar
um mánuðinn.
Félagar Helga héldu, eins og áður er á vikiö. beinar le'ðir
austur um fjöll. Höfðu þeir harða útivist sökum illviðra';
hreptu kafaldshríð svo mikla að við sjálft lá að þeir næöu
ekki mannabygðum; komust þeir i mann raun mikla að
bjarga lífi sinu.
Þegar Helgi kom í dalinn, var þar íslenzkur bóndi einn
fyrir; hét hann Jþhann Breiöfjörð. Hann bjó á landi einu
meö fram Mouse River, sem seinna varö höfuöból bvgðarinn-
ar. Eftir tveggja ára veru fíutti Jóhann burt úr dalnum.
Að ráði Jóhanns Breiðfjörð tók Helgi land norður með
anni á nesi því, sem áöur er getið. Hið næsta vor i Apríl-
mánuði komu að austan, úr Pembina-héraði,. Jón stjúpsonur
Helga og Guðmundur Frímann. Tóku þeir brátt til húsa-
gjörðar og reistu hús úr bjálkum. Er þeir höfðu lokið því