Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 67
ALMANAK 1913.
35
ráöhollur, og veröur flestum það aö ráði sem hann ræður.
Hann er fjáraflamaður rnikill og auðsæll, sem hinir fyrri
frændur hans, og varfærinn í fjármálum. Það er álit margra
að hann sé einn í tölu hinna ríkustu íslenzkra bænda vestan
hafs. Um allmörg ár hefir Guðmundur skipað sæti í ýmsum
embættum héraðsins, og sýnt við þau störf skarpskygni og
hyggindi. Árið 1908 sat hann á þingi Norður-Dakota ríkis.
Hann fylgir samveldismönnum að málum.—Árið 1888 kvænt-
ist G’uðmundur ungfrú Guðbjörgu Helgadóttur, Guðmunds-
sonar, landnámsföður bygðarinnar. Guðbjörg er greind
kona, væn yfirlitum, sem hún á kyn til, og vel að sér gjör.
Þau hjón eiga 9 börn á lífi og öll eru hin mannvænlegustu.
IÓN FILIPPUSSON frá Illugastöðum í Fljótum í
Skagaf., Einarssonar. Móðir Jóns Filippussonar var Anna
Jónsdóttir frá Brúnastöðum í sömu sveit. Kona Jóns Filipp-
ussonar var Ólöf Ásgrímsdóttir Ásmundssonar frá Sveinsdal.
Jón bjó síðast á Enni á Höfðaströnd og fór þaðan til Ameríku
árið 1883. Dvaldi hann um nokkur ár í Rauðárdal og flutti
þaðan til Mouse River 1889, einn síns liðs.. Jón var hinn
fyrsta vetur á vist með Helga Guðmundssyni; er voraði fór
liann austur til Pembina að sækja konu sína og börn; er
vestur kom bygði Jón á tanga einum er gekk út í ána and-
spænis Helga Guðmundssyni; nefndi hann bústað sinn á Nesi.
Börn þeirra hjóna eru: Anna kona Guðmundar Helgas. Good-
mann og Jón Filipp hinn yngri. Tveir minnistæðir atburðir
báru að höndum Jóni á hinum fyrstu búskaparárum hans við
Mouse River. Sá'hinn fyrri, að hann gifti Önnu dóttur sína
16 vetra gamla, hina gjörfulegustu mey, Guðmundi Helga-
syni; var það á hinum fyrsta vetri þeirra í nýlendunni. Hinn
annar atburður á þriðja vetri þeirra var sá, að íbúðarhús
Jóns brann með öllum húsmunum, svo engu varð bjargað.
Jón undi þá ekki lengi á þessum stað og færði bústað sinn
á vesturbrún dalsins. Hefir hann búið þar síðan. Þau hjón
eru nú þrotin að heilsu, er þetta er ritað.
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Brimnesi við Seyð-
isfjörð, Þorsteinssonar frá Urriðavatni í Fellum. Móðir
Guðrúnar var Katrín Jónsdóttir frá Urriðavatni, Árnasonar.
Torfasonar frá Sandfelli ' Qkr!ðdal í S.-Múlasýslu.. Guðrún