Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Side 70
38
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
skógland, engi og bithagi. Á þeira tíma þótti þa'ð stórt í ráð-
ist að setja sig í skuld fyrir mörgum þúsundum dollara, þar
sem bústofn var enginn og því framleiðsla lítil af búinu: en
þarna var maður á bak við, sem treysta mátti á sjálfan sig.
Enda kom það brátt í ljós, eftir að Sveinn var seztur að á
hinu nýja heimili sínu, að hann var rneiri dugnaðar- og fram-
kvæmdarmaður en þá var títt um marga. Hann tók brátt til
starfa að brjóta upp hið láglenda engi, og töldu margir það
lítt vinnandi sökum hins þunga og leir-kenda jarðvegs. Kn
reynzlan hefir sýnt, að verk það hefir borið ríkulegan ávöxt.
Hann varð fyrstur manna til að vekja athygli margra á því,
hvað þessi þunga og góða jörð gat framleitt. Auk jarðrækt-
arinnar hefir Sveinn stundað griparækt, sem gefið hefir
mjög góðan arð. Hann hefir nú að fullu borgað öll þessi
lönd, og á nú einn hinn allra fegursta bústað bygðarinnar, og
eitt hið blómlegasta bú sveitar sinnar.
IAKOB VESTFJÖRD varð snemraa sjálfstæður maður
i efnalegu tilliti og brátt meðal hinna ríkustu bænda nýlend-
unnar, því hjá honum eru sameinuð aðal-skilyrðin: dugnaður
og ráðdeild. Jakob Vestfjörð er manna greiðviknastur og
hjálpsamastur við sér minni menn. Hann hefir oft greitt
götu hinna óríkari manna í fjársökum og fljótari en flestir
aðrir að leysa vankvæði annara. Meðan langt var til bæja
og brátt þurfti lækna að leita er veikindi báru að höndum, var
ávalt til hans flúið; frá honum var skjótari úrlausnar að
vænta en öllurn öðrum. Jakob Vestfjörð var fyrr kvæntur
Pálínu Árnadóttur Jónssonar frá Eyvindará í Eyðaþinghá.
Hana misti hann eftir stutta samveru. í annað sinn kvæntist
Jakob 1911; gekk hann þá að eiga konu af skozkum ættum,
mentaða og vel að sér gjörva. Hún er væn kona að yfirlit-
um og hin glæsilegasta, geðþekk þeim er kynnast; líkindi eru
til að hún muni nema íslenzka tungu og samþýðast íslenzku
þjóðerni.
JÓN GOODMANN, hálfbróðir þeirra Helgasona, sem
fyrr er nefndur, kom fulltíða rnaður til nýlendunnar með móð-
ur sinni og stjúpa; faðir Jóns var Jón í Köldukinn í Dala-
sýslu, Jónssonar frá Þorsteinsstöðum, Jónssonar hins gamla
á Höskuldsstöðum í Dölum Tón nam land snemma og reisti