Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 86
54
ÓLAFUR*s thorgiíirsson:
FRIMANN HANNBSSON frá Reykjahóli í Seiluhrepp
Skagafiröi, Hannessonar, Þorvaldssonar sama staöar. Móð-
ir Frírr.anns var María Björnsdóttir, Lúövíkssonar frá Hér-
aðsdal, Magnússonar. Frímann átti fyrst Helgu Jóhannes-
dóttur frá Hóli i Skagafirði, seinna Ingibjörgu Jónsdóttur,
Sigurðssonar frá Mörk undan Eyjafjöllum. Frímann kom
til Ameríku 1890, dvaldi fyrst í Winnipeg, en síðar um all-
mörg ár viö Mountain í N.-Dak. Til Mouse River-bygðar
flutti hann árið 1900.
JÓN SIGURDSSON frá Heiðarkoti í Svarfaðardal kom
til Ameríku 1889 og settist þá að við Garðar, N.-Dak. Kona
hans var Baldvina BaMvinsdóttir frá Böggversstööum í
Vallnahreppi í Eyjafjarðarsýslu. Hana misti Jón á árunum
sem hann dvaldi í Garðar-bygð. Jón flutti til Mouse River-
bygðar 1898, ásamt Sveinbirni Sigurðssyni, og nam þar land.
Síöar kvæntist Jón Guörúnu Frímannsdóttur Hannessonar.
Jón er nú dáinn, er þetta er ritað.
MAGNÚS MAGNÚSSON Halldórssonar frá Hringsdal
við Eyjafjörð. Hann kom úr Pembina-héraði árið 1899, þá
algjörlega félaus. Hann á nú orðið fallegt heimili og blóm-
legt bú og munu fáir i bygðinni hafa hafiö sig upp á skennnri
tíma en Magnús, enda er hann vel greindur maður og fyrir-
hyggjusamur. Kona hans er Björg Árnadóttir Jónssonar frá
Evvindará í Eiðaþinghá.
BERGUR MAGNÚSSON kom úr Garðar-bygð í N.-Dak
1898 og nam land það, sem hann býr á; með honuin kom faðir
hans, Magnús Magnússon, aldraður mjög; nam hann og land,
sem Bergur er nú eigandi að. Þeir feðgar eru ættaðir úr
Ólafsfirði í Eyjafjarðarsýslu. Kona Bergs Magnússonar er
Pálína Jónsdóttir Sigurðssonar Víum. Bergur er búsýslu-
maður mikill og einn með gildari bændum.
SIGURDUR ÁRNASON, Jónssonar frá Garði í Reykja-
dal í Þingeyjarsýslu, Jónssonar frá Geirastöðum við Mývatn.
Móðir Sigurðar var Sigríður Sigurðardóttir Flóventssonar
frá Skörðum í Reykjahverfi; kona Sigurðar Árnasonar er
Sigríður Tónsdóttir Frímanns Tónssonar frá Köldukinn í