Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 89
ALMANAK 1913.
57
kalkaö yfir ulan og innan. Sumir höföu árefti og torfþök,
aðrir, sem betur máttu, timburþak og spón. Hús þessi litu
vel út og voru hlý ef vel voru gjörð. En endingarlítil voru
þau og þurftu stöðugt viðhald. Þeir sem meiri efni höfðu,
bygðu úr bjálkum, og standa tvö þeirra húsa enn í dag, nú
klædd með borðvið. Öll önnur hin gömlu hús eru horfin og
allgóð timburhús komin í staðinn.
Atvinna.
Hin fyrsta aðal-tekjugrein nýlendubúa var dauglauna-
vinna á haustum við kornuppskeru hjá annara þjóða mönn-
um, sem akuryrkju stunduðu. En oft þurfti um þær mundir
að sækja vinnuna langar leiðir. Á þeim árum var kaupgjald
lágt, $1.50 á dag fyrir einhleypa menn; margir sóttu um vinn-
una, en fáir vinnuveitendur; þurfti því lítið út af að bera til
þess, að verkamaðurinn fengi fararleyfi. Sumir leituðu ár
eftir ár austur í Rauðárdal og má nærri geta að molast hefir
úr því kaupi. Konurnar sátu heima og önnuðust hin litlu bú.
Alloft bar það við, að þær færðu sig saman. Ekki voru þær
á þessu tímabili óþarfari heimilum sínum en menn þeirra.
Nokkrir bændur höfðu komið með sauðfé austan úr Rauðár-
dal, og eignuðust þvi flestir nýlendubúar sauðkindur. Ullina
unnu konurnar, prjónuðu úr henni sokkka og vetlinga og
keptust við, má segja daga og nætur. Var þetta næstum sú
eina verzlunarvara frumbyggjanna fyrstu árin og lengi fram
eftir, og er enn þann dag í dag unnið mikið að tóvinnu; sú
tekjugrein frumbyggjanna átti ekki hvað minnstan þátt í
hvað fljótt greiddist fram úr erviðleikunum, og mun það ekki
ofhermt þó sagt sé, að konurnar í nýlendunni hafi fyllilega
lagt til sinn skerf til lífsbaráttunnar, þar sem þær héldu við
heimilunum allan veturinn í gegn með tóskap sínum. Eengi
framan af hin fyrstu árin var bústofn bænda lítill, að eins fáir
nautgripir. Alment lögðu menn stund á að fjölga þeim og
gekk furðu vel; lögðu menn algjörlega griparæktina fyrir sig
hin fyrstu árin, því heyföng vou ærin og beit ótakmörkuð;
sumir áttu fjölda gripa um eitt skeið. Um árið 1900 var það
að bændur byrjuðu á að brjóta upp hálendið; við það sáu
menn að fljótara gekk að ná peningunum og árferðið var gott
um þær mundir; gripunum fækkaði að mun fyrir akuryrkj-
unni. sem nú stóð i blóma. Hin síðustu árin hefir akuryrkjan