Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 95
ALMANAK 1913.
63
það viK, að farið var til Towner; eru þanga'S 24 mílur.
Seinna kom upp sveitarverzlun á pósthúsinu Ely; var þaS
hægSarauki mikill, aS fá verzlun inn í bygSina, þó aS ekki
gæti fullnægt þörfinni. ASal-verzlunarvara Islendinga á
vetrum var prjónles og smjör. Tóskapur var þá í stærri stíl
en svo, aS ein smáverzlun gæti tekiS á móti; varS því oft aS
leita hinna stærri bæjanna.
ÁriS 1905 var sem algjörlega birti yfir landi og lýS í
Mouse River-bygS. ÞaS ár hefst nýtt tímabil í sögu nýlend-
unnar. I tuttugu ár höfSu hinir elztu íbúar bygSarinnár von-
ast eftir betri og greiSari samgöngum; v'egalengd til járn-
brautar stóS nýlendunni fyrir þrifum; lítið var gjört aS því
aS rækta landiS. Þetta umrædda ár var lögS járnbraut gegn
um bygSina aS sunnanverSu og önnur braut fyrir norSan
hana. HiS sama ár risu upp meS brautum þessum all-álitleg
þorp, meS 6 mílna millibili. Þeir, sem ferSast hafa um bygS-
ir þessar fyrrum og nú, hafa mátt segja: “FariS hefi eg um
héraSiS víSa, kenni eg varla, aS hiS sama sé.” JörSin hefir
veriS lögS undir yfirráS mannsins, nú er hér hver blettur
ræktaSur. íveruhús, fjós t)g kornhlöSur risiS upp i staS
torfkofanna og bjálkahúsanna. Fáir munu nú eiga yfir fimm
mílur í kaupstaS. í bæjunum hafa veriS sett upp smjörgerS-
arhús til beggja handa; all-margir íslendingar eru hluthafar
i þeim stofnunum og leggja bygSarmenn nú miklu meira
kapp á kúarækt en fyrri og standa íslendingar þar miklu
betur aS vígi en aSrir, sökum hinna grasgefnu engja, sem
þeir hafa yfir aS ráSa
Akvegir hafa víðast hvar veriS all-góSir, aS undanskild-
um hinum mikla heylands-flóa, sem áður er getiS, og sem
klýfur bygSina í sundur er vatnavextir verSa á vorin. ÁriS
1910 var lögS akbraut gegn um flóa þennan; var vegur sá
fiórar mílur á Iengd og kostaði nálega 4,000 dollara. Sveitin
lagSi fram peningana og íslendingar unnu hiS mesta af verk-
uiu undir umsjón Jakobs E. VestfjörS, sem tekiS hafði aS
ser yfirstjórn vegagjörSarinnar.
Skólamál.
Hin fyrstu ár nýlendubúa var lítiS um barnaskóla; fóru
því allmargir á mis viS hina almennu mentun. En nú um all-
mörg ár hafa verið fjögur skólahús innan endimarka íslenzku