Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Qupperneq 106
74
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
gömlum Canadamanni, er átti marga þingmenn aS vinum,
sem líklegir væru aö bjarga máli sínu. Samt rjeöst þaö, aö
Jóhann færi til Calgary. Voru þar margir íslendingar, sum-
ir þeirra búnir að nema land noröur í nýlendunni og nokkrir,
sem hugöu á staðfestu þar nyrðra þá tímar liðu. Hvöttu
sumir þeirra Jóhann að korna þangað og fá undirritun
þeirra. Þetta sama mun hafa vakað fyrir austurbúum; Jó-
hann fór nær vetur tók af og vegir leyfðu. Sendu þá austur-
byggðarmenn A. Martein í sömu erindagjörðum, sáu að svo-
búið mátti eigi standa. Fór hann degi fyrr að heiman en Jó-
hann, og fór dagfari og náttfari unz til Calgary kom. Þar
bar fundum þeirra saman, Jóhanns og Marteins, og fór þá
allt ásamt með þeim. Kvaðst Marteinn hafa verið hafður
að fífli af sveitungum sínum; engir mættu undirrita bænar-
skrá um pósthús, sem eigi væru búsettir í byggðinni. Kvaðst
hann myndi hegna þeim með því, að hætta við umsóknina;
fjell sú ráðagjörð niður án frekari framkvæmda. Jóhann
sendi sína bænarskrá B. .L. Baldwinssyni, sem þá var inn-
flutnings umboðsmaður Canadastjórnar. og fól honum að
framfylgja henni. Öndvert á því sumri fór Baldwinson norð-
ur um til Edmonton. Á þeirri ferð sótti Baldvin heim Alb,-
nýlendubúa. Varð þá tilrætt um pósthúss-vöntunina. Að
hans ráði og Stephans G. Stephanssonar var hreytt um nafn
á pósthúsinu, og nefnt Tindastóll. Kvaðst Baldvin á því
suniri þurfa að erindum sínum austur til Ottawa; mun þá
Stephan, sem mest vann að framkvæmdum málsins, hafa falið
Baldvini alla framkvæmd í máli þessu. Sagði Baldvin, að
pósthúsið skyldi fást, innnan skamtns. Eigi varð það að von-
brigðum, því pósthúsið Tindastóll var veitt frá i. Júní 1892,
fyrir öruggt fylgi og umsýslun B. L. Baldwinssonar, því mjög
var það óvíst, að bænarskráin hefði fengið æskilega áheyrn
án hans umsýslu. Var þá fengin reglubundin póstleið frá
Innisfail til Tindastóll; var póstur einu sinni í viku. Jóhann
tók þá póstkeyrsluna; en þyki póststjórnin nú spör á verka-
launm þjóna sinna. var hún það þá; laun Jóhanns fyrir póst-
flutninginn voru rúmir 100 dalir um árið. sem ekki var helf-
ingur þess, sem sanngjarnt var, und'r þáverandi ástæðum.
Þá var ekki komin keyrslubrú á Red Deer ána, og alls engir
vegir eptir að fara; var það löngum á vorin og sumrin, að
yfir ána varð ekki farið utan á ferju, sem engin var þá að