Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 109
ALMANAK 1913.
77
horn; á því svæði munu þá hafa búiö 14 skattbændur, sem
líkur voru til, aS greiddu skatt. SkólahjeraSiS var svo nefnt
“Hólaskóla-hjeraS.“ Ekki varS hægt aS byrja opinberan
skóla um haustiS 1S92, og þótti mönnum þaS all-illt, aS geta
ekki þá strax notaS húsiS. Þá var hjer nyrSra í vist yfir
veturinn Jón GuSmundarson Jaf honum er sagt í II. kafla, 21.
þ. sögunnarj. ÞaS ráS var tekiS, aS semja viS Jón aS kenna
urn veturinn á Hólaskóla, þrjá mánuSi, og fjórSa mánuSinn
bauS hann aS kenna kauplaust, sem var þegiS meS þökkuni.
Sóttu þá skólann þann vetur um 30 börn, sum neSan af sljettu
og víSar, og þó kennarinn væri ekki franigenginn af háum
skóla — hafSi aSeins gengiS stuttan tima á alþýSuskóla i
Dakota, — þá samt tóku börnin miklum framförum, svo þaS
er vafasantt, aS nokkurn tíma á Hólaskóla hafi námiS gengiS
betur. Hólaskólahús var lengi notaS fyrir ýmsar samkom-
ur í byggSinni, og víst er um þaS, aS þar var mörg skemmti-
legasta samkoman, sem haldin hefir veriS ; sannaSist þar, aS
“Húsbóndinn gjörir garSinn frægan”; Stephan skáld var þá
lífiS og sálin i skemmtisamkomunum á þeirn árurn, sem flestu
öSru; á heimili hans átti hin sanna, frjálsmannlega gleSi
griSastaS; engin hræsni eSa tildur átti þar heinta. Svo voru
þá fleiri, sem juku skemmtun, er síöar drógu sig i hlje fyrir
nýtízkunni. — í skólastjórn Hóla eru nú Kristinn Kristinsson,
Grímur S. Grímsson og GuSm. Þorláksson. — Hólaskólahús
var byggt aS nýju áriS 1904 og þá sett viS Medicine-á, niSur
frá bæ Stephans, yfir frá bæ Kristins Kristinssonar; á skólinn
þar nú inngirtar tvær ekrur af landi. — Eigi löngu eptir aS
Hólaskólahús var fyrst byggt, byggSu Sljettumenn skólahús
hjá Jóhanni Björnssyni á Tindastól, aS stærS : lengd 20 fet,
breidd 16 fet, nefnt “Tindastólsskóli.” Voru þeir fyrstir i
skólanefnd: Jóhann Björnsson, Sigfús Goodman og Gunnar
Jóhannsson. ÞaS skólahús var endurbyggt og fært norö-
austur á section 29, en hefir sama nafn og áSur. Nú sitja þar
' skólastjórn: Pjetur Gíslason, Hróbjartur Einarsson og Sig-
trygg’ur Jóhannsson. — SíSar niiklu voru byggS tvö skólahús
í norSaustur parti byggSarinnar, viS Pin Hill og Burnt Lake,
seni aS miklu leyti eru notuS af annarra þjóöa mönnum. Enn
þá seinna voru byggS vestan Medicine-árinnar, “Hecla” suS-
vestur af Markerville og “Happy Hill” suövestur af Evarts;
þaS síSarnefnda lítiö notaS af íslendingum.