Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Síða 115
ALMANAK 1913.
83
sem hann gat í þeim feröum, sem áöur hefir veriö á vikiö.
Vorið 1894 byrjaði Helgi Jónasson á verzlun á Tindastóll, en
sem aðeins var í mjög smáum stýl; en vorið 1896 mun Jón
Benidictsson Ólafssonar frá Eiðsstöðum hafa byrjað á smá-
verzlun heima hjá föður sínum, og satt mun það, að stofnfje
hans þá var eigi meira en tíu dalir. Um það leyti, eða litlu
fyrr, kvæntist Jón ungfrú Láru Sigurlínu, dóttur Jóns bónda
Jónssonar Strong, og er sú ætt sögð hér að framan í III. kafla,
38. þætti. En þótt Jón hefði, sem sagt er, lítið í byrjun, þá
margfaldaðist sú upphæð mjög fljótt í hans höndum, og mátti
sjá glögg deili þess, að honum myndi verzlun vel farnast. Bar
það einkum til þess, að hann var skarpgreindur maður, fljót-
ur að hugsa og ótrauður að framkvæma og flestum liprari í
verzlunarstörfum, og opt var honum jafnað til G. W. West í
Innnisfail, eins liins liprasta og slyngasta verzlunarmanns,
sem þekkst hefir hjer norður um í tíð íslendinga. Bráðlega
byggði Jón verzlunarhús á landi föður síns. Þá var osta-
gjörðarfjelagið leyst upp, sem fyrr segir. Jón hafði unnið
þar við ostagjörð og lært hana af J. Powell. Keypti hann nú
verkfæri og byrjaði að búa til ost í sambandi við verzlunina;
fluttu bændur þangað mjólk sína, og varð þeim þetta að miklu
liði. Hefði þó getað verið meir, hefði fjárhagurinn staðið
á fastari fótum; kaupmaðurinn var þá og lengi eptir það fá-
tækur, og gat ekki notað sjer góð innkaup á vöru sinni, en
bændur enn ekki svo á veg komnir, að þeir þyldu að láta sína
vöru bíða hagkvæmra tækifæra. Jón hjelt áfram verzlun og
ostagjörð þangað til smjörgjörðarfjel. á Markerville var
stofnað. Árið 1899 gjörðu þeir fjelag Jón og Ólafur.bróðir
hans, og hjeldu því áfram meðan Ólafur lifði. Hafði Ólafur
efni nokkur, er hann lagði í samlagsverzlunina. Eptir að
þeir fluttu til Markerville gjörðu þeir mikla verzlun með góð-
um hagnaði; voru þeir samhentir um allt í bezta lagi. Eptir
að Ólafur sál. fjell frá, tók Jón í fjelag við sig Guðmund
Stephansson, Stephanssonar skálds. Jón er nú orðinn vel
efnaður, að sögn 14,000 dala eigandi. ■— Um sama leyti, eða
litlu síðar en Jón byrjaði verzlun, færði Iielgi Jónasson verzl-
un sína tii Markerville, og rak hana þar þangað til smjör-
gerðarfjelagið var stofnað-; ljet-hann þá af verzlun, en seldi
verzlunarhúsin og áhöld Grími Einarssyni Jónssonar. Byrj-
aði þá Grímur þar verzlun og hefir verzlað þar sðan. Hann