Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Page 119
ALMANAK 1913.
87
flutti Pjetur frá Winnipeg suiSur til N. Dakota og dvaldi um
sinn í Cavalier-bæ; síSan nam hann land tólf mílur suSur frá
Pembina-bæ; var land þaS nytja-lítiS og eigi hent til búnaS-
ar; undu þau hjón þar eigi lengur en svo, aS þau næSu lög-
eign á landinu. Seldu þau þaS fyrir litla peninga, 500 dali,
ásamt lausafje. Flutti þá Pjetur norSur til Canada og vestur
um til Alberta-nýlendunnar áriS 1900; nam hann þá land i]Á
mílu norSur frá Tindastóls-pósthúsi og reisti þar bú. Börn
þeirra eru fimm drengir, er heita: Hallgrímur, Jón Edwin,
Jónas Marinó, Jón BreiSdal, Herbert Martein. Pjetur hafSi
eigi miklum efnum til aS dreifa, er hann byrjaSi búskap í
Alberta; en græSzt hefir honum fje síSan, svo vel er nú
efnahag hans komiS. Pjetur er skarpgreindur maSur, djarf-
ur og einarSur; kappsmaSur er hann og vægir lítt til, ef hann
á sinn málstaS aS verja. Pjetur er nýtur fjelagsmaSur og
hefir unniS sjer góSa tiltrú; má þaS vel sjá af því sem fleiru,
aS áriS 1901 var hann kosinn skrifari og fjehirSir í skóla-
stjórn Tindastóls-skóla, og hefir haft þaS starf meS höndum
síSan.
57. ÞÁTTUR.
ÁSMUNDUR KRISTJANSSON. — Ásmundur er Þing-
eyingur aS ætterni. Kristján faSir hans var Ásmundsson frá
Máná á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu, en rnóöir Ásmundar var
GuSrún Andrjesdóttir frá HjeSinshöfSa á Tjörnesi. Ás-
mundur átti fimm systkini; tvo bræSur: SigurS verzlunar-
mann á Iiúsavík, og Andrjes á Oddeyri í EyjafirSi; þrjár
systur: HólmfríSi og Kristínu, báSar í EyjafirSi og GuSný
ASalbjörg, kona Kristjáns*Jóhannessonar á Markerville, Al-
berta. Kona Ásmundar var Kristín Þorsteinsdóttir Snorra-
sonar á Brekkukoti í Þingeyjarsýslu. MóSir Kristínar hjet
Sigurveig; hún var dóttir Jóhannesar á Laxamýri. Tvær
alsystur átti Kristín; þær voru: Jóhanna, gipt Magnúsi ÞórS-
arsyni vestur á Kyrrahafsströnd; önnur var Snjólaug, gipt
Robert Dennison, nú í Sask. MóSir Kristinar var tvígipt;
seinni maSur hennar var Egill Halldórsson. Synir Egils og
Sigurveigar, hálfbræSur Kristínar, voru: Arnór, KonráS og
Halldór Jóhannes. Eptir aS Egill missti Sigurveigu fór
hann vestur í Húnaþing. Seinni kona Egils varS Þorbjörg
ekkja SigurSar SigurSarsonar á Reykjum í Reykjabraut,